Alveg ótrúlegur sofandaháttur hjá lögreglunni.

Enn eitt slysið á þessum stað og eins og öll hin slysin sem hafa orðið þarna þá hafa þau gerst í slæmu skyggni og rigningu. Núna lýsi ég eftir viðbrögðum lögreglu og hvort það sé ekki kominn tími til að láta verktakann laga merkingarnar í eitt skipti fyrir öll. Fyrir sex dögum bloggaði ég um samskonar slys og er hægt að lesa færsluna hér.


mbl.is Enn ekið á steinstólpa við Vogaafleggjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Eða eftirlitsmenn vegagerðarinna?????????

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.9.2007 kl. 10:27

2 identicon

Það er ótrúlegt að þar sem framkvæmdir eiga sér stað á umferðarmannvirkjum séu ekki betur merktar og lýstar að næturlagi. Vogaafleggjari er ekki eini staðurinn þar sem maður keyrir með hjartað í buxunum af ótta við að lenda á einhverjum aðskotahlut sem verktakar eru búnir að koma fyrir útá miðri götu.

Lögreglan er greinilega ekki að leggja sitt af mörkum til að sporna við þessu, hún er greinilega of upptekin við það að taka fólk fyrir að "vera með þokuljósin tendruð", "ekki með ökuskírteini sitt meðferðis" eða "fullnægja ekki reglugerð um gerð og búnað ökutækja".

Ragnar (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Mummi Guð

Það sem gerir þetta mál sérstakt er það að vegriðið er ekki á miðri götu eða ekki fyrir umferðinni. Vegriðið er notað til að loka gamalli hjáleið, en götumerkingar eru þannig að í myrkri og bleytu þá lítur út fyrir að það eigi að beygja inn á þessa hjáleið og þeir sem gera það þeir keyra beint á vegriðið.

Ég lýsti hættunni í annarri bloggfærslu þannig:

Hættan er þegar keyrt er vestur Reykjanesbraut (til Keflavíkur) og búið er að keyra framhjá Vogaafleggjaranum þá er komið að stað þar sem keyrt var yfir á gömlu brautina með hjáleið. Núna er þessi hjáleið lokuð og búið er að setja steypt vegrið þar. Búið er að mála yfir gömlu línuna á götunni með grárri málningu þannig að vegmerkingin á ekki að sjást. En þegar dimmt er og blautt þá lýsist gráa málingin eins og hún sé hin rétta merking og platar marga ökumanninn til að beygja hjáleiðina og lendir þar með á vegriðunum. Þarna er líka mjög léleg götulýsing sem hjálpar til við að gera aðstæðurnar erfiðar.

Mummi Guð, 15.9.2007 kl. 11:19

4 identicon

Ég keyrði þarna framhjá í vikunni og  það munaði minnstu að ég hefði elt vegamerkingarnar og þá hefði ég lent á vegriðinu. Þetta er stórhættulegt og ótrúlegt að það sé ekki búið að laga merkingarnar fyrir löngu.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 11:29

5 identicon

Ég keyrði þarna 2 sinnum í byrjun mánaðarins (keyri mjög sjaldan til Keflavíkur), fyrra skiptið var rigning, þoka og rok, það munaði SVO litlu að ég hefði keyrt á 70 km/h eða svo, á þennan gula vegg! Þá einmitt elti ég vegmerkingarnar, þetta er útí HÖTT. Svo viku seinna þá keyrði ég aftur þarna og í mikið betra skyggni en þó myrkri ( um miðnætti), ef ég var næstum búinn að keyra þarna aftur en ég vissi samt af þessu þannig ég náði að keyra eftir réttum línum, sem betur fer.

Hefði nú ekki verið sáttur að drepa mig í bílslysi 18 ára...

Friðrik Gunnar Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:52

6 identicon

Ótrúlegur sofandaháttur, jú jú, hjá ÖKUMÖNNUM, fyrst er það að nefna að það 90 KM hámrkshraði á Reykjanesbrautinni, áður en komið er að steinstolpum við Vogafleggjara kemur viðkomandi að skilti þar sem tilkynnt er að hámarkshraði ökutækja skal vera 70 KM þar á eftir blasir við stór gulblikkadi ör sem segir til um ökustefnu og þar er aftur skilti sem segir til 50 KM ökuhraða.

Ef ökumenn eru að keyra á þessa steypustólpa þá segir það mér bara eitt, ökumenn eru ekki að virða þær merkingar sem þeir ættu að fara eftir og eru ekki með hugann við það sem þeir eru að gera og mig mynnir að einhverstaðar standi skrifað í ökukennslubók " að haga skuli akstri meðað við aðstæður hverju sinni "

 Að kenna lögreglu um sofandahátt er rugl, þetta eru menn sem vinna vinnuna sína og gera það vel, það fyrsta sem ökumenn ættu að gera er að taka til hjá sér og fara að virða þær umferðareglur sem þeim eru settar og þau merki sem eru þeim til aðstoðar í umferðinni og með því móti myndu efalaust slysum og líklegast öllu alvarlegri slysum fækka til muna.

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:57

7 Smámynd: Mummi Guð

Ásgeir, ég held að þú vitir ekki hvar þessi óhöpp verða úr því þú heldur að merkingarnar séu í lagi. Ef þú hefur keyrt þarna um og ekki tekið eftir þessari hættu þá held ég að þú hafir ekki keyrt þarna í myrkri og bleytu. Þarna hafa orðið að minnsta kosti 4 umferðaróhöpp á stuttum tíma. Vegriðin sem keyrt er á eru ekki á veginum heldur er vegriðið sett til að koma í veg fyrir að menn keyri gömlu hjáleiðina.

Þessi hjáleið var notuð fyrir nokkrum vikum síðan og þá voru málaðar línur á miðja götuna til að sýna akstursleiðina og banna frammúrakstur inn á hjáleiðina. Þegar hætt var að nota hjáleiðina þá voru línurnar málaðar gráar svo þær sæust ekki eins vel og það virkar vel í björtu og góðu veðri. En þegar dimmt er og bleyta þá sjást þessar gráu línur eins og þær eru þær einu réttu og óvanir ökumenn eiga það til að keyra inn á hjáleiðina og lenda þar á vegriðinu.

Þar sem þetta er, er léleg götulýsing, engin aðvörunarljós og engin endurskin eða keilur til að koma í veg fyrir svona óhöpp. Það að þetta ástand er ennþá svona þrátt fyrir þessi óhöpp sýnir aumingjaskap hjá þeim sem eiga að gæta umferðaröryggis þarna, hvort sem það er lögreglan eða eftirlitsmenn vegagerðarinnar eins og Högni heldur fram.

Mummi Guð, 15.9.2007 kl. 13:27

8 Smámynd: Mummi Guð

..og annað Ásgeir. Þar sem þetta gerist er ekki 50 kílómetra hámarkshraði. Þarna er 70 eða 90 kílómetra hámarkshraði. Það er 50 km á Vogaafleggjaranum og fljótlega eftir að búið er að keyra framhjá honum hækkar hámarkshraðinn í 70 og svo í 90. Ég veit ekki hvort hámarkshraðinn sé þarna 70 eða 90 kílómetrar, en hann er ekki 50.

Mummi Guð, 15.9.2007 kl. 13:32

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

og annað Ásgeir lögreglan er ekkert að vinna vinnuna sína vel.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.9.2007 kl. 13:37

10 identicon

Það er í raun ekki hægt að kenna öðrum um en ökumönnunum sjálfum þar sem þeir eiga að vita að þeir aka á vinnusvæði. Það kemur margsinnis fram og svo er búið að bæta merkingar.

Birkir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 15:02

11 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Kenna ökumönnum,hvernig væri bara að merkja þetta allt betur það eru borgaðir milljarðar í þessar breytingar sem fylja þessari tvöföldun og þá er allt í lagi að nota smá pening í að merkja.Það er alltof oft sem vertakar fá að sleppa með svona í græðginni.

Þessir hlutir eru boðnir út og hjá sumum vertökum kemur aldrei til neins vegna lélegra merkinga og eins og ég skil þetta hjá Mumma Birkir and the rest er hann að benda á þetta allt og sumt góðar stundir og vonandi eigið þið ekki leið til Keflavíkur í nótt.Say no more.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.9.2007 kl. 16:22

12 Smámynd: Mummi Guð

Ég keyrði í dag þar sem umferðaróhöppin hafa orðið og er búið að stórlaga umferðaröryggið þarna. Í fyrsta lagi er búið að fjarlægja vegstólpana og komnar keilur í staðinn. Síðan er búið að fræsa veglínuna sem villti fólk yfir á hjáleiðina. Þar með tel ég að það sé búið að gera viðeigandi ráðstafanir og er það hið besta mál.

Mummi Guð, 19.9.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband