Er ekki kominn tími til að laga merkingarnar?

Þetta er þriðja umferðaróhappið þarna á stuttum tíma. Ég kom að einu óhappinu og ég vil kenna lélegri merkingu um. Reyndar veit ég ekki hvort þetta óhapp í gærkvöldi hafi orðið á nákvæmlega sama stað og hin, en einhvern veginn segir hugur minn það.

Hættan er þegar keyrt er vestur Reykjanesbraut (til Keflavíkur) og búið er að keyra framhjá Vogaafleggjaranum þá er komið að stað þar sem keyrt var yfir á gömlu brautina með hjáleið. Núna er þessi hjáleið lokuð og búið er að setja steypt vegrið þar. Búið er að mála yfir gömlu línuna á götunni með grárri málningu þannig að vegmerkingin á ekki að sjást. En þegar dimmt er og blautt þá lýsist gráa málingin eins og hún sé hin rétta merking og platar marga ökumanninn til að beygja hjáleiðina og lendir þar með á vegriðunum. Þarna er líka mjög léleg götulýsing sem hjálpar til við að gera aðstæðurnar erfiðar.

Ég held að það sé kominn tími til að laga þetta svo ekki verði fleiri umferðaróhöpp þarna eða jafnvel slys.


mbl.is Umferðaróhapp á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hin Hliðin

Steypuvegriðin eru gul, þarna eru gul blikkandi ljós, keilur með endurskini og ég veit ekki hvað og hvað.

Er ekki kominn tími til að fólk aki eftir aðstæðum, virði hámrkshraða (þarna er 50 km hámarkshraði) og hætti að kenna öllu öðru en of hröðum akstri og skorti á eftirtekt um óhöppin sem verða?

Hin Hliðin, 9.9.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Mummi Guð

Eflaust eru vegriðin gul, en þar sem þetta er þar eru ENGIN gul blikkandi ljós og þar eru ENGIN endurskins merki.

Ég kom að umferðaróhappi fyrir um 2-3 vikum síðan þar sem ökumaðurinn elti vegamerkingarnar sem sýndu beygju en þar var engin beygja. Nokkrum dögum síðar varð aftur samskonar umferðaróhapp á nákvæmlega sama stað. Ég hef keyrt þessa leið mörgum sinnu eftir þetta, í dagsbirtu og fínum skilyrðum er þetta ekkert mál. En ef dimmt er og gatan blaut þá er ekki hægt annað að sjá en að það eigi að beygja inn á hjáleiðina sem var. Ég held hreinlega að þú vitir ekki hvar þessi slys hafa orðið úr því að þú talar eins og merkingarnar séu í góðu lagi.

Mummi Guð, 9.9.2007 kl. 13:14

3 identicon

Ég keyri þessa leið daglega og eins og Mummi segir er þetta ekkert mál en um leið og skyggni versnar þá liggur maður í því. Ég var einu sinni sjálfur næstum farinn þessa leið :(

Þarna eru hvorki ljós né keilur og hafa aldrei verið...   það þyrfti að byrja á að raða keilum þarna fyrir opið og auka lýsinguna, t.d. setja kastara á næstu ljósastaura sem beinist að svæðinu.

Karl (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 13:52

4 Smámynd: Johnny Bravo

Vegagerðinn sér um vegmerkingar, þú ættir að senda þeim tölvupóst um þetta.

Johnny Bravo, 9.9.2007 kl. 15:52

5 Smámynd: Mummi Guð

Það hlýtur að vera verktakinn sem á að sjá um að merkingar séu viðunandi.

Ég held að vegagerðin sé ekki að hugsa mikið um svona mál núna þar sem þeir eru á fullu að koma ferjunni sinni í sjóhæft ástand.

Mummi Guð, 9.9.2007 kl. 16:56

6 identicon

Ætti ekki lögreglan að gera athugasemdir við svona verklag? Varla þarf banaslys til???

Karl (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 20:28

7 Smámynd: Mummi Guð

Auðvitað á lögreglan að sjá til þess að vegamerkingar séu viðunandi. Það þurfti banaslys á Reykjanesbrautinni við Ikea til að laga aðstæður þar, ætli það þurfi ekki annað banaslys til að vegamerkingarnar við Vogaafleggjarann verði komið í viðunandi ástand.

Mummi Guð, 9.9.2007 kl. 22:43

8 Smámynd: Magnús Bergsson

Lengi má böl bæta með því að benda á eitthvað annað.

Ég get nú ekki séð að það breyti einhverju þó merkingar verði bættar. Mér þykir allt eins líklegt að þeir sem lendi í slysum séu uppdópaðir eins og fréttin er að gefa í skin. Það þarf fyrst og fremst að lækka hámarkshraða í landinu öllu niður t.d. 60 Km. Þá fyrst mundi slysum fækka umtalsvert og það jafnvel þó menn séu fullir, skakkir eða spíttaðir.

Magnús Bergsson, 10.9.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband