Af bloggi og barnaklámi.

Að undanförnu hefur verið mikil umræða um bloggið og sérstaklega þessa tengingu sem mbl.is bíður upp á, þar sem hægt er að tengja blogg við fréttir. Mörgum finnst það vera svindl og að fólk sé að tengja bloggið sitt við fréttir, finnst það vera að gera það bara til að fá fleiri inn á síðurnar sínar. Það getur verið meira en rétt að það sé ástæðan hja sumum, en af hverju mega þeir það ekki. Gott dæmi er um Bol Bolsson sem er ímyndaði vinurinn hans  Henrys Birgis, hann bloggaði við hverja fréttina af annarri án þess að segja nokkuð og á nokkrum dögum komst hann í efsta sæti moggabloggsins og Henry Birgir segir síðan á sinni heimasíðu að þetta sýnir hvað moggabloggið sé fáránlegt! Ég skil ekki hvað Henry Birgir er að meina, hvað er fáránlegt við moggabloggið sem honum tókst að sanna? Að það sé hægt að verða vinsælasti bloggarinn án þess að segja mikið. Lífið er bara þannig að það er ekki alltaf sá besti eða klárasti sem vinnur.

Það að segja að þetta sé eitthvað svindl fatta ég ekki. Þetta er kannski ekki hefðbundin aðferð, en mér finnst út í hött að fara í fýlu út í moggabloggið og hætta að blogga eins og einhverjir hafa gert út af þessu. Hvaða einstaklingar eru það sem hætta að blogga út af því að þeim finnst vinsældarlistinn ósanngjarn? Ég held að það séu aðilar sem hafa frá einhverju að segja og þola ekki að einhverjir sem segja lítið og eru ekki þekktir séu vinsælli en þeir.  Það er spurning hvort það eigi að taka upp fyrstu og aðra deild í blogginu. Í fyrstu deild eru þeir sem eru þekktir og blogga mikið um veraldlega hluti. Í annarri deildinni eru almúginn, sem bloggar fréttir og segja bara frá sínu daglega lífi. Ég held að þetta fyrirkomulag myndi kæta marga fyrstu deildar bloggarana sem gætu verið á toppnum á vinsældarlistanum án þess að einhverjir sem eru óþekktir angri þá.

Ég sá tvær eða þrjár færslur hjá Boli Bolssyni og eftir það hafði ég ekki fyrir því að opna fleiri, þannig er það bara. Ég skyldi ekki þetta uppþot í kringum Bol og ef einhverjum finnst hann vera að svindla þá finnst mér það ekki skipta máli. Ég held áfram að blogga og hef áfram gaman af vinsældarlistanum, þó þar sé einum hálfvitanum of mikið. Þessar tölur sem segja til um heimsóknir eru eitt, þær tölur sem ég tek mest eftir og mér finnst segja mikið um hversu vinsælt bloggið er það eru athugasemdirnar. Því fleiri sem skrifar athugasemdir, því vinsælli ertu. Mín skoðun á þessari bloggþrætu er sú að mér finnst þetta engu máli skipta og flestir þeir sem fara stórum orðum um svindl og prettir eru í raun að gera lítið úr sér.

Það hafa verið fréttir af rússneskri barnaklámssíðu þar sem þeir linka inn á nokkrar myndir af barnalandssíðum og allt varð brjálað á Barnalandi. Allir eru núna í kapp við aðra að læsa síðunni sinni svo enginn geti tekið myndir af börnunum og sett þær á klámsíður. Mér var bent á þessa rússnesku síðu og kíkti aðeins á hana, það var reyndar búið að læsa öllum linkum á íslensku síðurnar sem er hið besta mál. En fyrir ykkur sem hafið áhyggjur af því að börn ykkar lendi á erlendum klámsíðum, þá skal ég gefa ykkur ágætt ráð, ekki láta myndir á netið þar sem börnin eru nakin. Þær myndir sem ég sá á þessari síðu eru bara eðlilegar fjölskyldumyndir af börnum í baði eða hlaupandi um í sólinni og allt í lagi með það, en ekki setja svona myndir á netið. Þá fyrst eru þið að bjóða hættunni heim. Síðan er annað mál að það hljóta að vera stórbilaðir menn sem fá eitthvað út úr því að skoða svona myndir af ókunnugum börnum, en það eru margir stórbilaðir menn í heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Akkúrat.  Annars skil ég ekki heldur af hverju vísisbloggarar hnýta svona í fréttatengt blogg, það er jú hægt að gera nákvæmlega það sama á vísisblogginu.

krossgata, 15.8.2007 kl. 23:17

2 identicon

Ahhhhhh,,,, við skulum kalla þetta afprýðissemi í fólki milli visis.is og blog.is. Og að horfa á einhvern vinsældarlista er svo barnalegt. En ég er sammála þér Mummi.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 14:42

3 Smámynd: Lady Elín

Þeir sem eru að blogg einungis til þess að komast á vinsældarlista hjá moggablogginu eru náttúrulega að þessu af öðrum ástæðum en að blogga til gamans.  Greinilega fólk sem hefur ekki gaman af að tapa í ólsen ólsen.  Best að gera þetta fyrir sig og sína og vona að þeir sem glugga inn á bloggið af og til hafi gaman af og sjái að allt gangi vel hjá vinum og vandamönnum.

Lady Elín, 16.8.2007 kl. 19:11

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er sammála. Hef aldrei skilið af hverju fólki er illa við moggabloggið. Já, sumir hafa ekki margt fram að færa en það gerir ekki bloggið allt slæmt. Ég er reyndar ein þessara sem fæ nokkrar heimsóknir (ekki mjög margar en kannski í kringum 400) án þess að tengja oft a fréttir (þótt það komi fyrir) en sjaldan eru skildar eftir athugasemdir. Mér finnst það oft skítt því það er gaman af skemmtilegum umræðum en mér finnst reyndar að ég fái helst fjölda athugasemda ef ég segi eitthvað sem einhver getur skítkastast út í. Sem sagt, of margar neikvæðar athugasemdir, of fáar jákvæðar. En ég verð bara að bíta í það súra epli að ég er bara ekki skemmtilegri en þetta.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.8.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband