Hvenær fær almenningur að fara til Surtseyjar?

surtseyHversu lengi á Surtsey að vera lokuð fyrir almúgann. Ég skil vel að eyjan er merkileg rannsóknarstöð en af hverju fá sumir að fara þangað en aðrir ekki. Ég er ekki að tala um að opna eyjuna algjörlega heldur að leyfa fólki að fara í smá skoðunarferð á ákveðnum dögum. Þetta yrði mikill innblástur fyrir Vestmannaeyjar þar sem fleiri ferðamenn myndu koma til þeirra og hægt væri að stýra ferðatímanum að vissu leyti.

Ég gæti til dæmis séð að Surtsey væri opin fyrir ferðamenn kannski 10-12 daga á ári og þeir sem hefðu áhuga á heimsækja eyjuna þyrftu að panta ferðina með fyrirvara og að sjálfsögðu þyrfti að takmarka fjöldann (alla vega til að byrja með). Ferðamennirnir þyrftu að gangast undir sömu reglur og þeir sem fá að heimsækja eyjuna núna.

Ég skil nefnilega ekki af hverju ég og fleiri mega ekki heimsækja Surtsey eins og aðra staði á Íslandi á sama tíma má aðallinn heimsækja eyjuna. Það eru nefnilega ekki bara vísindamenn sem heimsækja Surtsey.


mbl.is Hrunið hefur úr grynningum við Surtsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það getur hver sem er farið í eyna, þarf bara að sækja um það, man ekki hjá hverjum

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Surtsey er einstakur rannsóknar vettvangur, það yrði svolítið skrýtið ef fólk fengi að fara út í eyna af vild, það hafa verið veitt leyfi af surtseyjarfélaginu.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 16:54

3 Smámynd: Mummi Guð

Í fyrsta lagi þá hef ég heyrt að Surtseyjarfélagið sé ekki mjög viljugt að gefa leyfi, en ég veit það ekki og það væri gaman að fá að vita það hversu margir sækja um að fá að fara á eyjuna og hversu mörgum er hafnað. Þá er ég náttúrulega ekki að tala um aðalinn sem fær allt sem hann vill. Ég geri mér alveg grein fyrir að Surtsey sé einstakur rannsóknarvettvangur, en af hverju má ekki leyfa fleirum að njóta eyjunnar og fá að upplifa hana.

Ég myndi hugsa að Surtseyjarfélagið myndi skipuleggja ferðir til Surtseyjar annan hvern miðvikudag, farið yrði frá Vestmannaeyjum og myndi ferðin kosta 15.000 krónur. Takmarkað yrði þannig að einungis 15 manns kæmist í hverja ferð. Ef þetta myndi ganga í 12 skipti yfir sumarið það myndi þýða tekjur upp á 2,7 milljónir fyrir Surtseyjarfélagið. Auðvitað kæmi einhver gjöld á móti, en þetta væri samt örugglega kærkomnir peningar fyrir félagið. Þar að auki þá myndi þetta hafa þau áhrif að fólk kæmi til Vestmannaeyja og myndi eyða smá tíma þar, gista á hóteli og borða á veitingastöðum og það í miðri viku.

Mummi Guð, 8.8.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband