Arfaslakir KR-ingar.

Ég horfði á leikinn í kvöld og það kom mér á óvart hversu arfaslakir KR-ingarnir voru. Það var bara eitt lið á vellinum, stundum virtist sem KR-ingarnir ætluðu að fara að spila fótbolta en þá byrjuðu Valsmenn bara aftur og KR-ingarnir urðu eins lömb. Það er oft talað um að heimavellir sumra liða sé ljónagryfja, mér finnst KR völlurinn vera eins og kattakassi, þangað koma allir og gera þarfir sínar og enginn segir eða gerir neitt.

KR liðið sýndi litlar framfarir frá því Teitur var með liðið, enda kannski ekki von þar sem Logi er bara búinn að vera með liðið í 10 daga. Ég held samt að KR hafi gert rétt með því að losa sig við Teit og Logi er tvímælalaust betri kostur en Teitur, en ég hefði haldið að það hefði verið hægt að finna betri þjálfara en Loga, þó hann hafi náð góðum árangri með KF Nörd.


mbl.is Valur sigraði KR 3:0 í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband