Af hverju er ekki 100 mínútur í klukkutímanum?

usafaniFyrir tveim árum bjó í Bandaríkjunum í 6 mánuði, nánar tiltekið í Pittsburgh. Það sem kom mér mjög á óvart var það hvað kaninn er með allt öðruvísi kerfi á öllum hlutum. Þá er ég að meina í öllum tölum. Þeir nota ekki metrakerfið, þeir nota tommur, fet, jarda og mílur. Ég man eitt sinn þegar ég var að keyra á ókunnugum vegi, það voru vegaframkvæmdir og ég þurfti að hafa alla athygli á að fara út af veginum á réttum stað. Síðan kom skilit sem sagði ég átti að beygja eftir 1 mílu, skömmu síðar 0,7 mílur og ég hélt áfram og þá kom skilti og sagði að ég átti að beygja eftir 1.500 fet. Mér krossbrá og þurfti að byrja að reikna hvað langt væri í að beygja. Af hverju gat næsta skilti ekki verið 0,5 mílur, nei það hefði verið of einfalt kaninn verður að gera svona lagað flókið.

Ég fór eitt sinn í verslun og var að kaupa kjöt og eins og hagsýnum heimilsföður er venja þá ákvað ég að bera verðið saman á tveim kjötbitum sem ég hafði áhuga á að kaupa. Nei þá var á öðrum bitanum sagt hvað pundið kostaði og á hinum hvað únsan kostaði. Það var ekki einu sinni hægt að bera saman verð á sambærilegri vöru vegna þess að það eru svo margar einingar sem kaninn notar. Hér á Íslandi hefði maður í mesta lagi lent í að vandræðast að bera saman 1,5 kg eða 1500 grömm.

Kaninn skilur ekki af hverju við þurfum að vera öðruvísi, en hann skilur ekki að hann er öðruvísi en aðrir með því að halda þessu kerfi. Þegar ég  benti honum á af hverju væri allt á Olympíuleikum samkvæmt metrakerfinu átti hann fá svör, af hverju er keppt í 100 metra hlaupi en ekki í 328 feta hlaupi eins og kaninn myndi örugglega vilja. Sama sagan í sundi, stangarstökki, hástökki og öllum öðrum greinum. Af hverju eru þjóðaríþróttirnar hjá kananum hafnarbolti og ruðningur, íþróttir sem engar aðrar þjóðir stunda af einhverju viti. Af hverju á knattspyrnan ekki upp á pallborðið hjá kananum, en knattspyrnan er langvinsælasta íþróttagrein heims.

Aftur að metrakerfinu. Ég skildi aldrei af hverju kaninn væri ekki með 100 mínútur í klukkutímanum svo hann væri með allt öðruvísi en við. Af öllum þessum rugluðu mælieiningum var samt eitt sem sló mig algjörlega út af laginu, það var þegar mæla átti bensíneyðslu á bíl. Við reiknum það þannig að hvað eyðir bíllinn mörgum lítrum á hundrað kílómetrum. Kaninn mælir eyðsluna þannig að hvað kemst bíllinn margar mílur á einu galloni af bensíni. Reynið að reikna út hvað bíll sem kemst 15 mílur á einu galloni eyðir mörgum lítrum á hundrað kílómetrum, ekki langar mig til að reikna það út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

= Kaninn er stórskrítinn þjóðflokkur !

Anna Gísladóttir, 8.8.2007 kl. 05:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband