Mikið til í þessu.

Ég er sammála Kastljósmönnum um að vinnubrögð Siðanefndar eru furðuleg. Það virðist sem Siðanefnd Blaðamannafélagsins vilji banna fjölmiðlum að fjalla um mál sem geta orðið vandræðaleg fyrir alþingismenn eða ráðherra.

Ég held að allir sem fylgdust með þessu máli á sínum tíma eru sammála um að ekki hafi verið staðið eðlilega að veitingu ríkisborgararéttsins og hafi umræðan verið fyllilega réttlætanleg. Reyndar fannst mér Jónína ekki fara síður illa út úr þessu viðtali þegar hún fór að tala um mannréttindabrot í Gvatemala, en síðar kom í ljós að mannréttindabrot í Gvatemala áttu ekkert erindi í þessa umræðu.

Það er spurning hvort Jónína Bartmarz hafi beitt áhrifum sínum á niðurstöðu Siðanefndar?


mbl.is Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband