Whole Foods.

Ein af verslununum sem hafa verið að kaupa íslenskar afurðir af fyrirtæki Baldvins er Whole Foods. Ég fékk tækifæri að kynnast þeirri verslun þegar ég bjó í Pittsburgh í Pensylvaniu og verslaði þar stundum. Búðin telst ekki lágvöruverslun og vöruúrvalið var slíkt að ég hef aldrei séð annað eins. Ég hef til dæmis aldrei séð annað eins úrval af grænmeti og ávöxtum og hvernig því er raða upp er ótrúlegt. Ég vissi til dæmis ekki að hægt er að raða bönunum á skipulegan og flottan hátt fyrr en ég kom í Whole Foods.

Vöruúrvalið hentaði líka fyrir Íslending með mikla heimþrá. Íslenskt lambakjöt, fiskur, smjör, ostur og síðast en ekki síst skyrið ég var duglegur að bjóða bandarískum vinum mínum upp á. Þetta er sömuleiðis sennilega eina matvöruverslunin sem ég hef komið í þar sem ekki var hægt að kaupa gos, það passaði ekki við matvöruna sem búðin bauð upp á.

Til hamingju Baldvin og Áform.


mbl.is Sjálfbært Ísland fékk verðlaun veitingahúsaeigenda í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband