Afmælisbarn dagsins er Huginn Heiðar.

Huginn HetjaAfmælisbarn dagsins er litli stóri Engillinn minn Huginn Heiðar Guðmundsson. Huginn fæddist þann 18 nóvember 2004 og hefði því orðið 4 ára í dag ef hann hefði lifað. En Huginn Heiðar lést 24. mars síðastliðinn eftir mikla baráttu við veikindi.

Huginn Heiðar gaf okkur svo mikið á meðan hann lifði, hann kenndi okkur og öllum þeim sem kynntust honum svo margt. Hann kenndu okkur að skilja hvað lífið er dýrmætt og að við eigum ekki að vera að kvarta yfir smáhlutum sem skipta litlu máli.

Huginn Heiðar, til hamingju með afmælið. Þú varst flottastur strákurinn í heiminum og núna ertu örugglega flottasti Engillinn á himninum.

Heimasíða Hugins Heiðars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Alveg örugglega langflottastur

Til hamingju með dýrmætan dag og minningu um fallegan og duglegan dreng.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.11.2008 kl. 00:45

2 identicon

Til hamingju með töffarann þinn Mummi minn.

Fríða K (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:56

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Það eru einmitt litlu krílin sem kenna okkur mest í einfeldni og einlægni sinni. Til hamingju með daginn!

Björg Árnadóttir, 18.11.2008 kl. 10:05

4 Smámynd: Ragnheiður

Mummi minn, hugur minn hefur leitað stíft til ykkar Fjólu í dag. Þetta eru erfiðir afmælisdagar.

Kær kveðja til ykkar og allra sem sárt sakna Hugins.

Ragnheiður , 18.11.2008 kl. 17:25

5 Smámynd: Tiger

Sendi ykkur hér með innilegar samúðarkveðjur vegna litla drengsins ykkar! Það er svo mikið satt að veikindi og andlát kenna okkur svo gífurlega mikið um það hve kvartefni okkar eru oft skelfilega lítilvæg og ómerkileg. Minningin lifir og með tímanum verður hún til þess að setja bros á andlit okkar sem missum litlu hetjurnar frá okkur.

Guð veri með ykkur foreldrum og öðrum ástvinum sem hafa nú misst svo mikið! Hlýja og ljós til ykkar..

Tiger, 23.11.2008 kl. 02:25

6 Smámynd: Þorgeir Ragnar Valsson

Til hamingju litli kall, mamma og pabbi þinn hugsa heitt til þín þessa dagana líkt og allir sem þekktu þig.

Þorgeir Ragnar Valsson, 23.11.2008 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband