One Hit Wonder. -4.sætið.

Í fjórða sæti yfir stærstu One Hit Wonder lög allra tíma er lagið 99 Luftballons með hinni þýsku Nenu. Lagið kom upphaflega út árið 1983 og komst í toppsætið á velflestum vinsældarlistum um allan heim, sem var óvenjulegt þar sem lagið var sungið á þýsku. Nena endurútgaf lagið 1984 og þá í enskri útgáfu og hét lagið þar 99 Red Ballons. Fjöldi hljómsveita hafa endurútgefið lagið og þá heyrist lagið reglulega í bíómyndum og sjónvarpsþáttum.

Nena er enn að syngja og er að gefa út efni, er hún nokkuð vinsæl í þýskumælandi löndum, en 99 Luftballons er eina lag Nenu sem hefur orðið vinsælt á heimsvísu. Þá hefur Nena reynt að leggja leiklistina fyrir sig með þokkalegum árangri í Þýskalandi.

Nena með 99 Luftballons.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já Mummi min svona er gaman af þessu,ég man hvað mér þótti hún svaka sexy hérna um árið.

Ég er nú samt ekkert viss um að hún höfði eitthvað til mín nú orðið,en jú ég var ungur og óreyndur drengur fullur af fjöri og lífsins galsa þá.

Hlakka til að sjá 3 efstu sætin hjá þér.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 2.3.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband