Búið að steypa.

Fyrir alla þá sem fylgjast vel með pallagerðinni hjá Fjólu (og mér) þá get ég sagt það að steypuvinnan er búin. Við steyptum staurana niður í dag og gekk það mjög vel. Þannig að við getum byrjað á morgun að setja klæðninguna á pallinn og ættum því að geta notið sólarinnar um helgina á pallinum og grillað kjöt og grænmeti "a la Fjóla". Við höfum samt verið dugleg að grilla, höfum bara grillað fyrir framan húsið en ekki í garðinum, kjötið er jafngott hvar sem maður grillar. En það er bara ekki rétta grillstemningin. Það hefur dregist aðeins að klára pallinn, núna eru liðnir 3 mánuðir síðan við byrjuðum að moka upp garðinn og loks sér fyrir að við klárum pallinn, en bara þann hluta þar sem potturinn er ekki.

Huginn1Það verður sennilega lítið gert á morgun í pallinum þar sem við erum að fara með Hugin til bæklunarlæknis á morgun, við erum lengi búin að bíða eftir að komast til hans og loksins verður það á morgun. Huginn er annars búinn að vera í hörkuformi að undanförnu og er alltaf að koma læknunum á óvart. Í janúar var haldinn fundur með okkur og lækni og deildarstjóra á Barnaspítalanum, þetta var svartur fundur og í dag hefur Hugin sýnt að læknarnir höfðu ekki haft rétt fyrir sig að þessu sinni, sem betur fer. Heldur hefur Huginn sýnt stöðugar framfarir undanfarna mánuði, þó við hefðum viljað að framfarirnar væru meiri þá eru framfarir alltaf framfarir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já Mummi nú getur þú sko grillað í mér og það í eðalumhverfi,gott að heyra að Hugni vegni vel trúðu mér læknar eru jú bara fólk og þeir gera sitt besta ekki spurning.

Ég hef verið dæmdur úr leik oftar en einusinni og oftar en tvisvar en ég er ekki búinn að syngja mitt síðasta og það segir mér enginn að ég sé svona eða ekki svona,heldur ákveð ég það sjálfur málið er auðvitað að gefast ekki upp fyrir einu eða neinu varðandi velferð sína og sinna og auðvitað biðja almættið um styrk og handleiðslu og hann mun veita kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 21.8.2007 kl. 07:03

2 Smámynd: Árný Sesselja

Það er æðislegt að Huginn er að sýna framfarir þó hægar séu.... enda verðum við ekki spretthlauparar á einu skrefi

Árný Sesselja, 21.8.2007 kl. 22:13

3 Smámynd: Mummi Guð

Nákvæmlega. Enda njótum við hvers skrefs sem hann tekur fram á við.

Úlli, ég get sagt þér það að við eigum úrvalslið lækna hérna. Ég get vel trúað að Barnaspítali Hringsins sé best mannaði vinnustaður landsins. Ekkert nema gott fólk þar.

Mummi Guð, 21.8.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband