Dæmt til að mistakast.

casablancaÉg held að þetta geti ekki orðið góð mynd. Ég er búinn að sjá alltof margar endurgerðir af góðum og klassískum myndum og því miður þá finnst mér þær nær undantekningalaus mun verri en frumgerðirnar, svo vægt sé til orða komist. Þar sem mér finnst Casablanca en vera ein besta mynd sem gerð hefur verið þá get ég ekki annað en hugsað til hryllings um það að það eigi að reyna að endurgera myndina og af öllum stöðum þá á að gera það í Bollywood. Ég skil reyndar ekki af hverju hin eina og sanna Leoncie hafi ekki fengið hlutverk Ilse Lund. Síðast þegar heyrðist í Leoncie þá var hún að "meika" það í Bollywood.


mbl.is Casablanca endurgerð í Bollywood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hmmm... þetta lofa ekki góðu . En þar sem þetta hlýtur að verða söngva- og dansmynd að hætti Bollywood-inga þá get ég ekki ímyndað mér að nýja myndin geti kastað einhverri rýrð á þá einu sönnu. Það mun himinn og haf skilja þarna á milli.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 15:17

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Held reyndar að hún Leoncie myndi örugglega standa sig stórkostlega sem Ilse Lund, hún er nú svo ótrúlega hæfileikarík konan.

Fjóla Æ., 12.8.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband