Hver borgar?

Bílaumboðin eru dugleg að auglýsa sig og vörur sínar. Núna finnst mér Hekla vera farin að leggjast frekar lágt við að plata fólk í sambandi við auglýsingaherferð sína um grænan bíl. Núna eru allir Volkswagen bílar sem Hekla selur kolefnisjafnaðir eins og þeir kalla það. Í auglýsingunum þá segja þeir að Hekla muni borga fyrir kolefnisjöfnuðinn fyrsta árið, en hver borgar þetta í raun og veru? Ég er nokkuð viss um að peningarnir séu ekki teknir af launum forstjórans, auðvitað borga þeir sem kaupa bílana, þetta leggst bara ofan á verðið. Það sem meira er, ef tekið er mið að miðlungs Volkswagen þá þarf að borga um 6000 krónur fyrir kolefnisjöfnuðinn ef miðað er við 15.000 km akstur á ári. Þá þarf ekki bara að hækka verðið um 6000 krónur heldur kemur vaskurinn ofan á þetta sem gerir að kaupandinn þarf að borga 7470 krónur fyrir að láta Heklu gefa 6000 krónur til skógræktar.

Ef Hekla ætlar að sína gott fordæmi og góðan hug þá ættu þeir frekar að styrkja Kolvið rausnalega án þess að reyna að plata fólk í leiðinni. Það gerir Baugur til dæmis í sambandi við Barnaspítalann og fær lof fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband