Úpps. Ég villtist í þrjá daga!

Ég hef grun um að það sé eitthvað að hjá þessari blessaðri konu. Fólk villist ekki bara í 3 daga og ráfar um borgina í leit að hótelinu sínu. Ef ég myndi villast svona þá myndi ég spyrja til vegar. En hún kerlingargarmurinn hefur greinilega ekki haft vit á því og þetta er ekki fyrsta sinn sem hún ferðast.

Ég meina konan er góðgerðarsendiherra Sameinuðu Þjóðanna og hún var í Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um kvenréttindi og hún átti að vera ein af aðalræðumönnunum. Þetta var engin smá ráðstefna, meðal ráðstefnugesta var Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri valdamiklar konur. Þetta hefði verið kjörinn staður fyrir Dirie að koma baráttumálum sínum á framfæri, en úppps hún villtist í 3 daga og komst ekki!

Ég tel að Waris Dirie hafi sýnt það núna að hún eigi það ekki skilið að vera sendiherra hjá Sameinuðu Þjóðunum, annað hvort er hún nautheimsk eða að hún eigi við alvarlegri vandamál að etja.


mbl.is Waris Dirie hvarf í þrjá daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahhahha,,, mikið innilega er ég sammála þér, virðingarleysi við það fólk sem hafði áhyggjur af henni að setja fram þessa skýringu á hvarfi sínu .

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 13:43

2 identicon

Maður hefur heyrt að hún sé dálítið fyrir nose candy  

cacio (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: lipurtá

hún var á Íslandi fyrir nokkrum árum og sat m.a. þokkalega drukkin í Eymudsson og árita bók sína ásamt annarri skessu í svipuðu ástandi.

lipurtá, 9.3.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Mummi Guð

Það var einmitt þetta sem mér datt í hug fyrst þegar ég sá fréttina. Konan hefur dottið svo hrikalega í það og verið á fylleríi einhversstaðar í Brussel í þrjá heila daga.

Mummi Guð, 9.3.2008 kl. 15:16

5 Smámynd: Ragnheiður

Eins og mér eru þessi mál hugleikin þá finnst mér hún ekki rétti aðilinn í þetta embætti. Mér er minnisstætt þetta atvik í Eymundsson og þetta lenti sem umræðuefni á femin.is. Ég vogaði mér að gagnrýna þessa hegðun og uppskar miklar skammir fyrir. Hún stendur fyrir viðkvæm mál og má ekki skemma málstaðinn með einhverju djammi.

Ragnheiður , 9.3.2008 kl. 18:27

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ef þú vilt njóta virðingar og láta taka mark á þér er öruggara að haga sér þannig að þú aflir þér virðingar, ekki haga þér þannig að enginn hlusti á það sem þú hefur að segja.

Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband