Skvass og Slátur, góð blanda.

Það er sagt að leiðin að hjarta mannsins sé í gegnum magann á honum, það veit Fjóla og er hún dugleg að elda kræsingar ofan í mig. Það hefur leitt til þess að hjartað mitt hefur stækkað og maginn líka og núna er komið að því að minnka magann án þess að láta það bitna á hjartanu. Núna er Fjóla byrjuð á að draga mig í líkamsrækt og erum við farin að stunda skvass af kappi. Í kvöld fórum við í einn tímann og núna sit ég gjörsamlega búinn á því og rétt næ að pikka inn nokkrar línur hér. En mikið er þetta gott að hreyfa sig svona og fá smá tækifæri að svitna.

Eins og góðri konu sæmir þá verðlaunaði Fjóla mér fyrir mikið púl með góðum mat, kannski ekki þeim hollasta í heimi, en sennilega einum þeim þjóðlegasta í heimi. Því í kvöld var borðað slátur með kartöflumús að hætti forfeðranna okkar og ég sit hér gjörsamlega búinn á því eftir átið! Ég er alla vega búinn á þvi eftir skvassið og átið.

Við vorum svo klár að við bókuðum tíma aftur á laugardagsmorguninn í skvassið og þá verður tekið á því og kannski spilum eftir skvass-reglunum þá, en við höfum farið ansi frjálslegar með allar reglur. Enda snýst þetta ekki hjá okkur um að vinna, heldur að vera með og koma sér í form fyrir sumarið og hjólreiðatúrana og að sjálfsögðu að komast í svo gott form að ég get haldið áfram að borða matinn hennar Fjólu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hjá ykkur, skvass reynir heldur betur á þolið hjá manni og hrikalega mikið af vöðvum sem fá að emja hjá þér á morgun

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband