Árshátíðarhelgin.

Helgin var fín,  aldrei þessu vant þá var farið út á lífið um helgina eða telst það að fara út á lífið að fara á árshátíð hjá vinnunni? meira að segja árshátíð sem ég tók þátt í að skipuleggja! Það leit reyndar ekkert allt of vel út hvort að ég kæmist á árshátíðina á föstudaginn. En þá átti Huginn að fara í Rjóðrið, en á fimmtudaginn leit út fyrir að hann væri orðinn veikur og á föstudeginum var hann orðinn fárveikur, með hita, niðurgang og stórhækkaðann púls. Það varð úr að við sáum um að annast hann heima og reyna að koma honum í sem best form. Eftir að Huginn sofnaði á föstudagskvöldið og við sáum púlsinn hans hríðlækka fylltumst við aftur von um að komast á árshátíðina. Huginn vaknaði síðan í ágætis formi á laugardagsmorgni og eftir samtal við Rjóðrið fórum við með Hugin þangað og hefur dvölin gengið ágætlega fyrir sig.

Árshátíðin hjá Fríhöfninni er eitt það skemmtilegasta kvöld sem ég hef upplifað og ég fæ að upplifa það á hverju ári, en eftir að Huginn kom heim af sjúkrahúsinu þá þurfum við að skipuleggja okkur vel fram í tímann og við sáum að við gætum ekki farið á árshátíðina nema Huginn væri í Rjóðrinu og þar sem við þurfum að koma með allar okkar óskir um innlagnir með um þriggja mánaðar fyrirvara og óljóst var hvenær árshátíðin yrði haldin, þá sótti ég um að komast í árshátíðarnefndina til að fá dagsetninguna sem fyrst og það gekk eftir. Síðan hef ég starfað við hana og mikið var síðan gaman á laugardagskvöldið að upplifa kvöldið sem við höfðum skipulagt svo mikið og lengi. Þó ég segi sjálfur frá þá fannst mér kvöldið ganga einstaklega vel fyrir sig. Maturinn í Bláa Lóninu var frábær, enda sáu Stjáni og Helgi um að elda ofan í okkur, skemmtidagskráin tókst einstaklega vel og salurinn var frábær í alla staði. Pottþéttur salur fyrir svona árshátíð. Kvöldið var bara frábært í alla staði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott að þið skemmtuð ykkur vel, það er svo dýrmætt sérstaklega þegar maður er kannski ekki nema 1 kvöld í mánuði út að kvöldi til v/barna. En gott hjá þér að taka bara til þinna ráða og fara í árshátíðarnefnd, ég geri þetta nefnilega sjálf, kem mér í nefndir og ráð til að hafa áhrif á gang mála.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 08:13

2 identicon

Flott að heyra að Huginn hafi ekki orðið meira veikur og þið komist því að árshátíðina.

Takk fyrir kaffið síðast, ertu búinn að fá einhverja frekari kennslu á tækið

Njáll (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 17:39

3 Smámynd: Mummi Guð

Já. Stjáni stóð sig vel á laugardagskvöldið og kom það mér ekkert á óvart.

Njáll. Ég er búinn að sækja um námskeið hjá Fjólu í að hella upp á kaffi, en hún passar það að ég komist ekki nálægt kaffikönnunni vegna þess í hvernig ástandi kaffikannan var síðast þegar ég reyndi að hella upp á. Næst á ég að bjóða þér upp á bjór!

Mummi Guð, 18.2.2008 kl. 22:25

4 identicon

Við sjáumst á eftir

Njáll (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Mummi Guð

Ég myndi ekkert vera að koma í kvöld. Ég er dálítið geðillur eftir óverðskuldað jafntefli hjá Crystal Palace í kvöld.

Mummi Guð, 18.2.2008 kl. 23:15

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Einhvern vegin eru svona kvöld sem standa undir væntingum og vel það frekar sjaldgæf. Þess vegna segi ég bara: Til hamingju!

Björg Árnadóttir, 19.2.2008 kl. 18:17

7 identicon

Verð bara að senda ykkur línu - sá blogg síðuna hjá þér og sá þessa færslu - verð bara að segja að þessi árshátið var bara frábær - vel skipulagt og allir skemmtu sér vel, eins og alltaf hjá okkur .  Við erum bara svo skemmtileg öll og allir koma með það eitt að skemmta sér . 

Baráttu kveðjur til ykkar Fjólu

Elín

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband