Wings For Children.

Þegar ég var í Bandaríkjunum með Hugin Heiðar á spítalanum, þá kynntist ég ansi mörgu í kringum spítalalífið. Þó það hafi verið ansi margt sem ég hefði aldrei viljað kynnast þá var margt sem kom mér skemmtilega á óvart. Það sem kom mér mikið á óvart var öll sú áhugavinna sem var unnin á spítalanum og í kringum spítalann. Á spítalanum sem Huginn lá á störfuðu fjöldinn allur af sjálfboðaliðum í hinum ýmsu störfum og á hinum ýmsu deildum spíatalans, var það bæði ungt fólk og eldra fólk.

Sú starfsemi sem kom mér mest á óvart var rekstur á flugfélaginu Wings For Children. Flugfélagið sér eingöngu um sjúkraflug fyrir börn og taka þeir ekkert fyrir þjónstuna sína. Flugmennirnir eru allir sjálfboðaliðar og starfar margir þeirra hjá öðrum flugfélögum en fljúga fyrir Wings For Children á frídögum sínum. Daglegur rekstur flugfélagsins er fjármagnaður með frjálsum framlögum og söfnunarfé.

Að undanförnu hafa neikvæðar fréttir af Bandaríkjamönnum og bandarísku samfélagið verið ansi áberandi í fjölmiðlum. En þó margt slæmt gerist í Bandaríkjunum, þá er líka fullt af jákvæðum og frábærum hlutum sem gerast þar. Ég hafði aldrei verið hrifinn af Bandaríkjunum þegar ég fór þangað með Hugin, en eftir 6 mánaðardvöl þar, var álit mitt á Bandaríkjunum gjörbreytt. Mér finnst Bandaríkin vera frábært land með frábæru fólki, en ég er ekki jafnhrifinn af stjórnvöldum og dómskerfinu þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Fínn punktur hjá þér Mummi, auðvitað er ekki allt vont þar. Ég hef haft áhuga á að skoða mig um þar, ef ég þori einhverntímann upp í flugvél

Ragnheiður , 15.2.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ætli aðrar þjóðir sjái okkur ekki líka í ljósi frétta héðan,sem eru ekkert allar neitt ljómandi landkynning.Auðvitað er þetta rétt hjá þér það eru til margir ljómandi fínir kanar.Og reyndar er systir mín ein af þeim heheheh.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 16.2.2008 kl. 07:18

3 identicon

Stjórnarfarið, sjálfsdýrkunin er það sem gerir BNA að hrútleiðilegri þjóð. En vissulega er það rétt hjá þér að þetta er líka frábær þjóð en ég held að stjórnarfarið og stjórn landsins gerir það mikið verra en hitt. Minn maður var ekki spenntur að fara þangað í fyrra þegar við fórum til Flórida, en hann var stórhrifin, enda ekki annað hægt, þetta er stórkostlegt land og mikið af góðu fólki þarna, en Ameríkaninn er líka mikið fyrir að sýnast frekar en það er alvöru hjá þeim.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband