Afmælisbarn dagsins: -Göran Bror Benny Anderson.

benny andersonÍ dag á afmæli Göran Bror Benny Anderson, hann fæddist 16 desember 1946 í Stokkhólmi í Svíþjóð og er því 61 árs í dag. Benny hætti í skóla 15 ára og eignaðist sitt fyrsta barn 16 ára gamall og sitt annað barn 18 ára með fyrstu kærustunni sinni, Christina Grönvall. Benny og Christina voru saman í hljómsveitinni Elverkets Spelmanslag, sem var sænsk þjóðlagahljómsveit. Næsta hljómsveit sem Benny var í var The Hep Stars og naut hún mikillar vinsældar í Svíþjóð.

Í júní 1966 hitti Benny Björn Ulvaeus og fóru þeir að semja lög saman, auk þess þá var Benny í samstarfi með Lasse Berghagen og sömdu þeir lag saman sem hafnaði í öðru sæti í sænsku forkeppninni fyrir Eurovision 1966. Í þeirri keppni kynntist Benny Anni-Frid Lyngstad og urðu fljótlega par, á sama tíma kynntist Björn ungri söngkonu, Agneta Faltskog og stofnuðu þau fjögur hljómsveitina ABBA.

abbaABBA sló eftirminnilega í gegn þann 6. apríl 1974, þegar hljómsveitin flutti lagið Waterloo í Eurovision keppninni og vann hana. Eftir það lá leiðin hratt upp á við og fylgdu margir smellir í kjölfarið. ABBA lagði upp laupanna 1982 og reyndi Benny fyrir sér eftir það á sólóbrautinni án þess að ná einhverjum vinsældum. Benny samdi líka söngleiki ýmist einn eða með öðrum með misjöfnum árangri. Honum tókst einna best upp með söngleikinn Chess sem hann samdi ásamt Tim Rice.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband