Útsvar á RÚV í kvöld.

Í kvöld verður sýndur spurningaþátturinn Útsvar á RÚV eins og flest föstudagskvöld. Keppnin í kvöld verður óvenju spennandi fyrir það að minn bær, Reykjanesbær mun keppa við Ísafjörð. Í liði Ísafjarðar eru Halldór Smárason og moggabloggararnir Ragnhildur Sverrisdóttir og Ólína Þorvarðardóttir. Í liði Reykjanesbæjar eru valinkunnir menn, Guðmann Kristþórsson bókasafnsfræðingur og Liverpool maður, Ragnheiður Eiríksdóttir sem er þekktust sem Heiða í Unun og loks Júlíus Freyr Guðmundsson sem er eins og nafnið gefur til kynna sonur Keflavíkurgoðsagnarinnar Rúnna Júll.

Það er annað sem vekur athygli mína við þetta val á liði Reykjanesbæjar, það er að liðið eingöngu skipað Keflvíkingum, en engum Njarðvíkingum. Eins og allir muna þá urðu Njarðvíkingar bandbrjálaðir þegar Ljósalagið var frumflutt skömmu fyrir Ljósanótt þar sem sungið var um Keflavík. Margir Njarðvíkingar gengu svo langt að sniðganga Ljósanótt. Núna er spurning hvað ætla Njarðvíkingar gera núna? Ætla þeir að segja upp áskriftinni á RÚV?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband