Er ég kona?

Í fréttatímanum á Ríkissjónvarpinu í kvöld var frétt af einhverjum skotglöðum austfirðingum sem fóru til Namibíu til að drepa falleg dýr. Á þessum 8 daga veiðitúr náðu þeir að murka lífið úr 15 dýrum, þar á meðal sebrahesti, hlébarða og einhverju dádýri. Veiðimaðurinn sagði sigri hrósandi að það væri munurinn á karlmönnum og kvenmönnum að karlmenn geta og vilja skjóta svona dýr. Eftir þessa staðhæfingu verð ég sennilega að játa að ég er kvenmaður, þar sem ég hef engan vilja til að drepa dýr. Til dæmis þá gæti ég aldrei verið bóndi og mér finnst ágætt að trúa því að kjötið verði til í kjötbúðum. Samt ber ég mikla virðingu fyrir bóndanum, þó ég gæti aldrei verið bóndi.

Aftur að fréttinni. Ég get ekki skilið hvað var svona merkilegt við hana til að ástæða var að birta hana í sjónvarpinu. Ekki finnst mér það merkilegt að fara til Afríku að drepa dýr sér til gamans. Það er alla vega ekki jákvæð frétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Já, algjörlega sammála, þetta er náttúrulega bara + fyrir konur.  En algjörlega fáránleg athugasemd hjá manninum og fáránlegt hjá ruv að birta þetta.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 7.10.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Fríða Eyland

Ekkert að því að drepa dýr til átu en fara til Afríku til þess er dáldið langsótt .

Er hann ekki að drepa þau til að stoppa upp, las viðtal við einn sem sérhæfir sig í uppstoppuðum dýralíkum og hugðist opna safn kannski er þetta hann.


Fríða Eyland, 8.10.2007 kl. 01:44

3 Smámynd: Mummi Guð

Það kom fram að hlébarðinn hafi verið stoppaður upp, en sebrahesturinn var það ekki. Heldur var hann skinnið tekið af honum og er það núna notað sem gólfmotta!

Mummi Guð, 8.10.2007 kl. 06:38

4 identicon

Út af athugasemd hans við að þetta sé munurinn á karlmönnum og kvenmönnum að geta skotið hlébarða.....er það ekki frekar að þetta var svo dýrt eins og hann segir. Út af launamuni kynjanna er þetta eitthvað sem að fæstar konur geta leyft sér

Steinvör (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 11:05

5 Smámynd: Mummi Guð

Hahaha. Sennilega hef ég misskilið þetta!

Mummi Guð, 8.10.2007 kl. 11:25

6 Smámynd: halkatla

þessir svokölluðu menn (í raun aumingjar) eiga bágt. Eru án tilgangs í þessum heimi og reyna að búa hann svona til, halda að þeir megi vaða yfir allt og alla að sýna frá sjúkleika þeirra ogsiðblindu er síðan fyrir neðan allar hellur.

ég þekki sem betur enga svona drusluaumingja! hvorki af karlkyni né kvenkyni og ef ég myndi hitta þá útá götu myndi ég hlæja að þeim 

en fyrir utan minn rant yfir þessu er ég algjörlega sammála þessum pistli og takk fyrir hann! 

halkatla, 8.10.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband