Ég hrapa niður alla lista.

Vá hvað ég hrapa niður alla lista, núna er ég í 220 sæti yfir vinsælustu bloggara á blog.is. Fyrir örfáum vikum var ég í 20 sæti svo fallið er hátt. Reyndar finnst mér ótrúlegt að ég hafi komist á topp 20 listann og kenni ég vinnufélögum mínum um það. Ég er með um 50-200 heimsóknir á dag eftir því hvað ég er duglegur að bloggar og svo skyndilega einn daginn rauk ég upp í 1000 heimsóknir og næstu dagar fylgdu á eftir með 500-600 heimsóknir. Ég tel líklegast að einhver vinnufélagi minn og kannski heitir hann Gunnar, hafi skellt slóðanum á síðunni minni á b2.is eða humor.is eða einhverja slíka síðu. Ég varð að minnsta kosti óvenju vinsæll í nokkra daga.

Það er síðan annað og verra, ég er að hríðfalla í draumadeildinni og ólíkt blog.is þá snýst sá listi um hæfileika á að velja réttu leikmennina í fótbolta. Þannig er leikurinn að fyrir hverja umferð í fótboltanum þá vel ég þá 11 leikmenn sem ég tel líklegast að eigi eftir að slá í gegn í umferðinni og fæ síðan stig eftir frammistöðu þessara 11 leikmanna. Eftir sex umferðir sat ég í sjöunda sætinu og var nokkuð sáttur við, enda ágætt að vera númer 7 af sexþúsund og eitthvað. í sjöundu umferðinni féll ég í átjánda sætið og í síðustu umferð féll ég í 31 sætið.  Ástæðan fyrir fáum stigum í síðustu umferð er hinn óvænti sigur KR, núna þýðir ekkert annað en að leggja hausinn í bleyti og hala inn stigum og komast aftur á topp 10. Ef einhver veit um leikmann sem á eftir að hala inn mörg stig í næstu umferð þá má hann benda mér á hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar í veröldinni sérð þú þennann vinsældarlista? Núna verð ég bara forvitin.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Mummi Guð

Þú ferð á forsíðu mbl.is og ýtir á undirsíðuna þar sem stendur "bloggið" þar fyrir neðan opnast þá nokkrir gluggar og ýtir þar á "vinsælast" Til að sjá topp 400 listann þá getur þú bara sett inn slóðann; http://mbl.is/mm/blog/top.html?num=400 

Mummi Guð, 1.7.2007 kl. 12:19

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ætli þú hafir ekk lent á forsíðu netmoggans með bloggið þitt. Það gerðist einu sinni hjá  mér og þá rauk ég upp vinsældarlistann. Í nokkra daga þar á eftir hélt mogginn áfram að setja mig í boxið sem merkt var 'umræðan', jafnvel þegar ég skrifaði um eitthvað ótrúlega óspennandi og leiðinlegt, og á meðan héldust heimsóknir uppi. Síðan hættu þeir þessu og nú er ég dottinn aftur niður í svona 200-400 flettingar á dag. Þetta útskýrir ekki þetta með fótboltann. Þar ertu bara greinilega að verða lélegri, hehe.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.7.2007 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband