Ég datt í lukkupottinn.

Fyrir rúmu ári datt ég heldur betur í lukkupottinn þegar ég vann tæpa milljón Evra í Evrópulottóinu. Mér fannst það reyndar dálítið skrýtið þar sem ég hafði aldrei keypt miða í því! Ég hafði enga trú á þessu en ákvað samt að leika mér aðeins og eyða tíma svikarhrappanna. Ég sendi fax til þeirra með upplýsingum um mig og allt gekk ljómandi vel, ég fékk afrit af vinningsmiðanum og núna var ekkert að gera nema að fá vinninginn. Þeir vildu fá reikningsnúmer þar sem hægt var að leggja peninga inn og ég stofnaði reikning gaf hann upp og áfram hélt vinnan áfram hjá þeim þeir hringdu í mig nánast daglega og ég skildi ekki hversu þolinmóðir þeir voru og af hverju þeir væru ekki byrjaðir að reyna að ná einhverju af mér.

Um 3 vikum eftir að ég fékk bréfið frá þeim þá sögðu þeir að allt væri til reiðu og ég gæti fengið peningana greidda út. En lögmannsstofan sem sér um að greiða vinninga til þeirra sem búa utan Spánar tekur rúmlega 3.000 Evrur í þóknun og ég þarf að borgar þá upphæð til að fá vinningsupphæðina. Ég fæ að vita bankanúmer og helstu upplýsingar hvar ég eigi að leggja peningana inn. Daginn eftir er haft samband við mig ég spurður af hverju ég hafi ekki lagt upphæðina inn og ég segist ekki geta gert neitt núna þar sem ég er í vinnu og bið hann að hringja seinna (ég notaði þetta mjög oft). Hann hringir daginn eftir og segir að ég sé að falla á tíma og það verður að ganga frá þessu. Þá spyr ég hann af hvernig stendur á því að ég hafi unnið í lottóinu þar sem ég hef aldrei keypt miða í því og auðvitað var hann með svör á reiðum höndum. Það gerist oft að umboðsaðilar kaupa marga miða og til að villa um fyrir lottófyrirtækjunum þá skrifa þeir oft nöfn af handahófi sem kaupendur og stunda verða mistök hjá þeim þannig að peningarnir lenda hjá lögmannsstofunni og þá er reynt að hafa upp á réttum eigendum og í þessu tilfelli hafði einhver skráð mig fyrir vinningsmiðanum.

Ég legg til að hann leysi út vinningsmiðann fyrir mig og myndi fá fyrir vikið 50% af þessari milljón Evra. Hann segist ekki mega það. Ég tilkynni honum þá að ég muni ekki borga þessa upphæð og ég heyri vonbrigðin í gegnum símann og jafnframt segist ég vera með margar upplýsingar um hann eins og símanúmer, tölvupóst og heimilisfang í Madrid og ég sé að hugleiða að kæra hann fyrir að reyna svíkja peninga úr fólki. Við svo búið skellti hann á mig og ég hef ekki heyrt í honum aftur.

Ég skil vel að hann nái stundum að plata peninga úr fólki þar sem hann var mjög trúlegur og hafði alltaf svör á reiðum höndum. 3.000 Evrur eru ekki heldur stór upphæð miðað við að geta unnið eina milljón Evra. Hann náði ekki að svíkja peninga út úr mér og það sem ég er ánægðastur með er það að ég eyddi miklum tíma hjá honum og lét hann snúast töluvert í kringum mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband