Harðir í horn að taka.

Þeir eru harðir í horn að taka tollverðirnir í Leifsstöð. Frábært starf sem þeir eru að vinna þar og ekki má gleyma tollhundunum sem þefa allt uppi.
mbl.is Tekinn með 2 kíló af fíkniefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt að þeir taka fram að þarna séu sterk fíkniefni á ferðinni. Svo leyfa þeir fólki að ganga í gegn með tvö sterk fíkniefni á hverjum einasta degi (þó í takmörkuðu magni)... hræsnin er mikil. Bæði sígarettur og áfengi eru yfir meðaltal þegar kemur að fíkn og skaðsemi, hljóta því einnig að flokkast sem sterk fíkniefni. Sambærileg og skaðminni efni eru bönnuð á sama tíma.

Það eru greinilega ekki heilbrigðissjónarmið sem ríkja, það er einfaldlega verið að mismuna fólki eftir lífsstílum. Tóbak og áfengi eru búin að festast í menningu hvítra vesturlandarbúa og því eru þau ekki hluti af hinu svokallaða stríði gegn fíkniefnum. En hvernig hófst það? Kananum líkaði illa við fólkið sem kom með þurrkaðar plöntur að sunnan og hóf stríðið vegna fordóma og fáfræði. Því miður eru mörg lönd að herma eftir þeim.

Geiri (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 21:50

2 Smámynd: Mummi Guð

Þetta er að mörgu leyti rétt hjá þér. En munurinn er sá að það er löglegt að eiga og nota áfengi og tóbak á Íslandi. Í íslenskum lögum stendur að það sé bannað að selja og dreifa vörum og efnum sem eru skaðleg fólki. Það vita það allir að áfengi og tóbak eru skaðleg og þess  vegna ættum við kannski að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið að fara í mál við ríkið til að reyna að banna áfengis og tóbakssölu.

Mummi Guð, 1.6.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband