Ég vil bjarga Íslandi og ganga í Evrópusambandið.

Ég vil að Ísland hefji undirbúning að aðildarumsókn að Evrópusambandinu sem fyrst. Ég hef verið þeirra skoðunar lengi að Ísland eigi að fara í viðræður um fulla aðild. Það sakar nefnilega ekki að reyna að semja um inngöngu í Evrópusambandið, ef við fáum ekki fullnægandi samning þá göngum við ekki í sambandið, einfalt mál.

Á undanförnum vikum þá hef ég styrkst enn frekar í mínum skoðunum um að það sé það eina rétta að sækja um aðild að Evrópusambandinu, það aðallega vegna lélegs efnahagsástands á Íslandi. Það er mín skoðun að ástæða fyrir gengislækkun íslensku krónunnar sé sú að það eru óhæfir menn sem stjórna í Seðlabankanum. Þeir virðast halda að eina leiðin þegar krónan fellur sé að hækka stýrivexti, en það eru ansi margir sammála mér í því að ástæðan fyrir því að krónan falli sé einmitt háir stýrivextir. Þannig að hinu háu herrar í Seðlabankanum halda áfram að pissa í skóinn og framlengja vandanum og gera hann enn meiri. Því lengur sem stýrivextirnir eru svona háir því hærra verður fallið á dómsdegi.

Ég vil að Ísland gangi í Evrópusambandið ef við náum þokkalegum samningi um það. Þá fyrst getum við farið að búa við eðlilegar efnahagsaðstæður sem eru ekki stjórnaðar af uppgjafarstjórnmálamönnum, sem hafa lítið annað sér til ágætis. Ég vil að Ísland komist undir almennilega peningastjórn áður en landinu verður sigld í þrot.


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sammála þér þarna Mummi minn,því þegar uppi er staðið í lok dags,þá eru það okkar veski sem blæða út.

Það kostar ekki mikið að fara í viðræður og skoða samningsstöðu okkar til hlýtar.Ef heldur áfram sem horfir verða margir Gjaldþrota áður en þetta ár er liðið.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.4.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég er beggja blands. Þannig séð væri ég alveg til í að hefja viðræður með það fyrir augum að hætta við ef nógu góður samningur næðist ekki. En ég er hrædd um að þeir sem stjórnuðu viðræðunum fyrir Íslands hönd yrðu svo spenntir fyrir verkefninu að þeir hefðu ekki rænu á að hætta við og samningurinn yrði keyrður í gegn með góðu eða illu.

Björg Árnadóttir, 20.4.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Mummi Guð

Björg. Ég er sammála þér að því leyti að ég á erfitt með treysta íslenskum samningamönnum í svona málum. Þeir sem eiga eftir að vera í samningaviðræðum eiga örugglega eftir að eiga persónulegra hagsmuna að gæta og ef ég þekki íslenska stjórnmálamenn rétt, þá er setja þeir sinn hag ofar þjóðarhag.

Það kostar nefnilega ekkert að fara í samningaviðræður og það er staðreynd að það er ekki hægt að ná samningum nema fara fyrst í samningaviðræður. Þannig að ég legg til að við sitjumst niður með Evrópusambandinu og náum samningi sem er okkur hagstæður.

Mummi Guð, 20.4.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Já, sækja um og semja til að sjá hvað við fáum, Björg má ekki misskilja ESB - þetta er samstarf sem allir eiga að græða á - það hefur enginn áhuga á því að Ísland komi illa útúr því á nokkurn hátt. Þess vegna eg ég mjög bjartsýnn á að við fáum mjög góða samninga sem munu róa alla aðila, og við munum svo kjósa um þá í þjóðaratkvæðargreiðslu og vonandi ganga þá í ESB.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 20.4.2008 kl. 12:42

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Hvaða breytingar á Evrópusambandinu haldið þið að þessir blessuðu samningamenn nái fram? Þeir ná ekki að breyta þeirri staðreynd að við eru lítil þjóð og þar sem að áhrif í ESB fara eftir fjölda íbúa, þá verða áhrif okkar í Evrópusambandinu einnig lítil.

Haldið þið að stofnsáttmálum ESB verði breytt bara af því að þessi örsmáa þjóð ætlar að ganga inn? Eins og til dæmis þeim sem að segir að allir eigi að nýta alla fiskistofna jafnt?

Það eina sem aðildarríki hafa geta samið um eru einhverjar tímabundnar undanþágur, og jú um undanþágu á upptöku á sameiginlegum gjaldmiðli. Annars hafa aðildarríki þurft að undirgangast allt regluverk ESB og alla stofnsáttmála. Haldið þið í alvöru að bara af því að við heitum Íslendingar og erum lítil þjóð sem að búum á lítilli eyju lengst úti í hafi að þá getum við samið okkur stikkfrí?

Jóhann Pétur Pétursson, 20.4.2008 kl. 13:26

6 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Hvaða bull er þetta Jóhann - við munum sitja ein að fiskveiðum við Ísland eftir inngöngu í ESB rétt eins og nú. Sameiginleg auðlindastefna ESB snýst um sameiginlegar auðlindir, en fiskveiðiauðlind okkar er mestmegnis staðbundin og við deilum henni varla með neinum. Því munum við sitja ein að henni eftir inngöngu. Þetta hefur margsinnis komið fram, og því þurfum við engar undanþágur.

Við höfum nú þegar tekið yfir 3/4 af regluverki sambandsins, þessi fjórðungur sem er eftir mun ekki breyta neinu hér nema lækka matvælaverð og færa okkur stöðugan gjaldmiðil.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 20.4.2008 kl. 17:39

7 Smámynd: Mummi Guð

Jónas ég er sammála þér, þó ég hafi ekki trú á því að verðlag eigi eftir að lækka. Eflaust mun innganga í ESB verða til þess að verðlag mun ekki hækka eins mikið í framtíðinni og verðlagið á Íslandi muni nálgast það sem gerist í ESB-löndunum.

Jóhann. Samningaviðræður muni ekki snúast um að breyta Evrópusambandinu, heldur mun þær snúast um að fá undanþágur frá hinum ýmsum reglum Evrópusambandsins. Það eru margar reglur og reglugerðir í Brussel, öll lönd sem hafa gengið í Evrópusambandið hafa þurft að semja um undanþágur um hin ýmsu mál. Ég get ekki séð að Ísland eigi ekki eftir geta samið um einhver sérmál eins og aðrar þjóðir.

Mummi Guð, 20.4.2008 kl. 20:09

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er svo sammála þér með þetta!

Huld S. Ringsted, 20.4.2008 kl. 23:35

9 identicon

Fjandi mikið til í þessu hjá þér Mummi og kommenthafar.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband