Við hagsmunaaðilar vonum að óvissunni í Zimbabwe ljúki fljótlega.

ZimbabveÉg vona að talningin tefjist ekki meira en orðið hefur, ég hef nefnilega hugsmuna að gæta. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég hef smá söfnunaráráttu og hún fellst í því að ég safna peningum. Ég er ekki samt eins og Jón Ásgeir eða Björgólfur Thor. Ég er eiginlega frekar eins og gömlu karlarnir sem safna pennum eða kveikjurum. Ekki alls fyrir löngu efnaðist ég verulega þegar ég eignaðist mína fyrstu 10 milljón dollara. Það eru reyndar Zimbabwe dollarar sem eru víst ekki jafn traustir og Bandaríkja dollarinn og gengið á Zimbabwe dollaranum er eitthvað skráð lægra. En það skiptir ekki máli fyrir mig, ég á 10 milljón dollara og vill fá niðurstöðu í þessar kosningar.

Zimbabwe dollarVissuð þið að þegar peningar eru prentaðir í Zimbabwe þá eru þeir með 6 mánaðar líftíma. Það er prentað á peningana sem eru núna í gildi, "tekur gildi 1. janúar 2008, rennur úr gildi 30. júní 2008". Það þýðir lítið að geyma peningana undir kodda í Zimbabwe, enda fengi maður hálsríg af því ef maður ætti einhverja upphæð.


mbl.is Hugsanlegt að talning tefjist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband