Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Alveg ótrúlegur sofandaháttur hjá lögreglunni.

Enn eitt slysið á þessum stað og eins og öll hin slysin sem hafa orðið þarna þá hafa þau gerst í slæmu skyggni og rigningu. Núna lýsi ég eftir viðbrögðum lögreglu og hvort það sé ekki kominn tími til að láta verktakann laga merkingarnar í eitt skipti fyrir öll. Fyrir sex dögum bloggaði ég um samskonar slys og er hægt að lesa færsluna hér.


mbl.is Enn ekið á steinstólpa við Vogaafleggjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður vikunnar: Katrín Ómarsdóttir.

Maður vikunnar að þessu sinni er Katrín Ómarsdóttir knattspyrnukona úr KR. Katrín hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar en missti samt af úrslitaleik Íslandsmótsins þar sem hún ökklabrotnaði illa á furðufataæfingu hjá KR skömmu fyrir þýðingamesta leik sumarsins. Ökklabrotsins má rekja til þess að hún mætti á æfingu á vöðlum en sneri sig illa strax í byrjun æfingarinnar. Ég sendi Katrínu samúð mína en hvað var þjálfarinn að pæla að vera með furðufataæfingu rétt fyrir mikilvægasta leik sumarsins.

Katrín Ómarsdóttir

Maður vikunnar: Katrín Ómarsdóttir.


Moggablogg vs Vísisblogg.

Það eru margir sem sjá allt til foráttu að það sé hægt að blogga við fréttir hér á moggablogginu og fá þar með link inn á fréttina sem setur link inn á bloggsíðuna. Mörgum finnst það svindl þar sem þeir sem blogga við fréttir fá fleiri heimsóknir en þeir myndu fá annars. Ég hef enga skoðun á þessu, eða réttara sagt hef ég skoðun á þessu og hún er sú að mér er alveg sama hvort fólk bloggar við fréttir eða ekki. Reyndar finnst mér oft gaman að lesa fréttabloggin.

Ástæðan fyrir þessu bloggi mínu er sú að vísir býður lýka upp á svona fréttablogg nema það að þar banna þeir að blogga við um það bil helming fréttanna. Moggabloggið bannar bara blogg þar sem innlendir fjölskylduharmleikir eru eða andlát og finnst mér það hið besta mál. Ég skil ekki alveg af hverju vísir eru að bjóða upp á fréttablogg en banna nánast öll blogg á sama tíma. Í dag birtist frétt á vísi um "bjarnabófa" og var fréttin skrifuð í gamansömum, en samt bönnuðu þeir að blogga við fréttina. Af hverju skil ég ekki.


Stórglæpur upplýstur!

Það er gott að lögreglan í Ameríkunni leggi áherslu á að uppræta glæpamenn sem selja salta hamborgara. Þegar ég fæ einhversstaðar vondan hamborgara þá versla ég þar ekki aftur. Ég held að lögreglumaðurinn ætti að gera það sama og hætta að borða hamborgara og snúa sér aftur að kleinuhringjunum.


mbl.is Í fangelsi fyrir of saltan hamborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flog, fótbolti og hjólreiðar

Það er langt síðan ég bloggaði um lífið og tilveruna og er komið tími á það. Síðasti mánudagur var dagur sem við vinnufélagarnir höfðum beðið þar sem þá áttu allir að vera komnir úr sumarfríi og vinnustaðurinn fullmannaður eftir að sumarstrákarnir fóru aftur í skóla eða atvinnumennsku. En þetta varð ekki eins og við héldum þar sem á mánudeginum voru tveir veikir sem dálítið mikið á átta manna vinnustað, ekki varð þriðjudagurinn skárri þar sem þá voru þrír veikir sem óvenjulegt þar sem við vinnufélagarnir erum frekar heilsuhraustir og það eru ekki margir veikindadagar yfir árið. En loks á föstudag var vinnustaðurinn fullmannaður og var líka mikill munur á að vinna þá.

Huginn var í Rjóðrinu um helgina og gekk það vel, hann er allur að koma til og hafa öll uppköst stórminnkað hjá honum og síðan hef hann ekki fengið flogakast í þrjár vikur sem er frábært. Huginn er lítill og stór kraftaverkakarl og hlakkar ég mikið til að sjá hvernig hann kemur mér næst á óvart.

Í fótboltaheiminum gerðist það að Fjölnir komust í úrslit bikarkeppninnar og spila þar á móti FH. Þar með komust þeir í vandræði þar sem tveir af lykilmönnum Fjölnis er á láni þar frá FH og það stendur í samningum milli liðanna að ef Fjölnir og FH mætast í bikarnum þá megi þeir félagar ekki spila með Fjölni. Þetta er voða erfitt mál þar sem Fjölnismenn vilja auðvitað spila með þessa leikmenn, en samningar eru samningar og við þá verður að standa og það ætla Fjölnismenn að gera. Málið er erfiðara fyrir FH, þeir eru Íslandsmeistarar og hafa haft töluverða yfirburði yfir önnur lið á Íslandi undanfarin ár, en þeir hafa aldrei náð að vinna bikarinn. Ef FH-ingar standa fast á sínu þá fá þeir ansi marga upp á móti sér og ef þeir vinna leikinn þá eru örugglega margir sem myndu segja að þetta væri ekki sætur eða sanngjarn sigur og þessi ákvörðun þeirra myndi liggja á þeim lengi. Ef aftur á móti þeir myndu bjóðast til að leyfa leikmönnunum að spila þá myndi það verða til þess að þeir myndu fá mörg stig frá knattspyrnuáhugamönnum og hvernig sem leikurinn myndi fara þá væru FH-ingar sigurvegarinn. Mín lausn í þessu máli er að FH-ingar myndu bjóðast til að gera nýjan samning við Fjölni, sem myndi leyfa leikmönnunum að spila og færa FH smá tekjur. Ef Fjölnir væru ekki tilbúnir að greiða smá aukagreiðslu til FH þá þýddi það að þeir vildu ekki mikið að fá leikmennina.

Ég og Fjólan skelltum okkur í bíó í vikunni og það er skondið að við þurftum að ákveða það með góðum fyrirvara til að hafa pössun og þegar dagurinn rann upp þá fyrst gátum við séð hvað var í bíó, við þurftum að ákveða að fara í bíó án þess að vita hvað mynd væri sýnd, en það var ágæt mynd sem við fórum á og höfðum ágætt kvöld. Í gær skelltum við okkur til Reykjavíkur og þar fjárfesti ég í nýju hjóli og núna stendur til að vera duglegur að fara út að hjóla. Þannig er að ég illa farin á hásin og get ekki farið í hefðbundna líkamsrækt, en starfsmannafélög og verkalýðsfélög eru dugleg að styrkja fólk til að stunda líkamsrækt. Það virðist ekki vera hægt að fá styrk út á hjólreiðar þó flestir séu sammála mér um að það sé góð líkamsrækt. Af hverju er bara styrkur ef maður kaupir líkamsræktarkort skil ég ekki, er þetta kannski einhver styrktarsamningur á milli verkalýðsfélaga og líkamsræktarstöðvanna til að tryggja rekstur þeirra. Einn kunningi minn nýtti sér þennan frábæra díl og keypti árskort í líkamsrækt og fékk það niðurgreitt frá starfsmannafélaginu og verkalýðsfélaginu og á þessu eina ári þá mætti hann tvisvar. En aftur á móti þá get ég ekki fengið hjólreiðakaupin niðurgreidd.


Maður vikunnar: -Jón Gnarr.

Maður vikunnar er Jón Gnarr eða Júdas eins og hann er þekktur núna eftir sjónvarpsauglýsingin var frumsýnd sem sýnir síðustu kvöldmáltíðina. Jón er höfundur auglýsingunnar og finnst mér að honum að hafi tekist vel upp og gert góða auglýsingu með þessu viðkvæma viðfangsefni og hneyksla óvenju fáa. Meira að segja Gunnar í Krossinum var ekki hneykslaður og segir það mikið um gæði auglýsingarinnar.

Jón Gnarr

Maður vikunnar: Jón Gnarr.


Er ekki kominn tími til að laga merkingarnar?

Þetta er þriðja umferðaróhappið þarna á stuttum tíma. Ég kom að einu óhappinu og ég vil kenna lélegri merkingu um. Reyndar veit ég ekki hvort þetta óhapp í gærkvöldi hafi orðið á nákvæmlega sama stað og hin, en einhvern veginn segir hugur minn það.

Hættan er þegar keyrt er vestur Reykjanesbraut (til Keflavíkur) og búið er að keyra framhjá Vogaafleggjaranum þá er komið að stað þar sem keyrt var yfir á gömlu brautina með hjáleið. Núna er þessi hjáleið lokuð og búið er að setja steypt vegrið þar. Búið er að mála yfir gömlu línuna á götunni með grárri málningu þannig að vegmerkingin á ekki að sjást. En þegar dimmt er og blautt þá lýsist gráa málingin eins og hún sé hin rétta merking og platar marga ökumanninn til að beygja hjáleiðina og lendir þar með á vegriðunum. Þarna er líka mjög léleg götulýsing sem hjálpar til við að gera aðstæðurnar erfiðar.

Ég held að það sé kominn tími til að laga þetta svo ekki verði fleiri umferðaróhöpp þarna eða jafnvel slys.


mbl.is Umferðaróhapp á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær leikur hjá Íslandi.

Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik heldur en undanförnum leikjum. Spánverjarnir voru góðir í kvöld, en þeir komust ekkert áfram gegn okkar mönnum. Ísland spilaði frábæran varnarleik og gáfu Spánverjunum aldrei frið svo þeir náðu aldrei að komast inn í leikinn og þegar Ísland fékk boltann þá var spilaður sóknarbolti.

Í síðasta leik á móti Kanada þá voru Kanadamenn slakir og Íslendingar jafnslakir og var sá leikur hundleiðinlegur. Þá vantaði alla baráttu og leikgleði, en hún var til staðar í kvöld og var leikurinn frábær skemmtun. Spánverjarnir náðu að nýta sér smá einbeitningarleysi hjá íslensku strákunum og jafna leikinn, það hefði verið skemmtilegt að vinna Spánverjana úr því við vorum svo stutt frá því en jafntefli er frábær úrslit.

Ég hef ekki verið sáttur við leik íslenska landsliðsins að undanförnu, en ef íslenska liðið heldur áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld þá hlakka ég til næsta leik og greyið Norður-Írar að þurfa að mæta okkur. Áfram Ísland.


mbl.is Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var barn að gera þarna á þessum tíma?

Er þetta ekki ástæðan fyrir að útivistareglur eru til. Til að koma í veg fyrir að börn séu hangandi fyrir utan skemmtistaði og aðra staði sem eru hættulegir börnum um miðjar nætur.


mbl.is Réðst á 15 ára dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur sigur.

Viking maltFlottur sigur hjá Valsmönnum í kvöld og ættu þeir að vera nokkuð öryggir áfram í riðlakeppni meistaradeildina, svo lengi sem þeir fara ekki að vanmeta andstæðingana. En það ætti að vera frekar auðvelt að vanmeta lið sem heitir Viking Malt. Spurningin er hvort það sé Vífilfell sem er aðalstyrktaraðili Viking Malt, en Vífilfell framleiðir drykk með því nafni. Það sem mér finnst Egils maltið betra en Viking maltið þá styð ég Val í þessari rimmu.


mbl.is Níu marka sigur Valsmanna á Viking Malt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband