Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Vantar upplýsingar á...

Til að draga úr þessum óhöppum þá held ég að það væri sniðugt að hafa upplýsingar á pólsku um að það sé bannað að keyra á flugvélar.


mbl.is Óhöppum hefur fjölgað á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið án fjarstýringar.

Við lentum í þeirri skelfilegri lífsreynslu í gærkvöldi að fjarstýring fyrir sjónvarpið drukknaði í kók-fljóti.  Við það hætti fjarstýringin að virka og við þurftum að horfa á sjónvarpið án þess að vera á stöðugu flakki á milli stöðva. Þegar ég vaknaði í morgun var mitt fyrsta verk að athuga með fjarstýringu, batteríið var sett í og jú hún virkaði. Nema það að það eina sem hún gerði var að kveikja og slökkva á sjónvarpinu aftur og aftur. Það er lítið gaman að horfa á sjónvarpið þannig, svo að nú þurfti að leggja höfðið í bleyti. Fjarstýringar nú til dags eru einnota svo ekki var hægt að taka hana í sundur. Þar sem ég úrskurðaði að fjarstýringin væri ónýt þá var í lagi að gera það eitthvað óhefðbundið til að reyna að bjarga henni. Það varð úr að fjarstýring fór í heita sturtu og síðan í þurrkun á heitum ofni og viti menn í kvöld virkaði fjarstýringin fullkomlega og við erum búin að vera á stöðugu rása flakki við að reyna að vinna upp gærkvöldið.

Boðskapurinn á þessari sögu er:

1. Ekki hella kóki yfir sjónvarpsfjarstýringuna.

2. Ekki missa tökin á þér þó fjarstýringin sé biluð.

3. Láttu konuna sjá um að bjarga fjarstýringunni.


Er þetta ekki áhætta?

Ég vona Newcastle vegna að þetta gangi ekki upp. Ég skil ekki að nokkurt félag sé tilbúið að leggja svona mikla peninga í Joey Barton.
mbl.is Leikmannasamtökin reyna að leysa mál Bartons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klárir þjófar.

Helv.. eru þeir góðir þjófarnir í Albaníu að stela úrinu svona af Bush. Varðandi það að lífverðirnir hafi tekið úrið af honum er bara til að skemma góða sögu og síðan má spyrja, af hverju tóku lífverðirnir úrið af honum ef þeir hafi gert það? Er það ekki til því yrði ekki stolið!


mbl.is Armbandsúri George Bush stolið í Albaníu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært.

Þetta eru frábærar fréttir, enda er ég búinn að fá leið á að fá bara slúðurfréttir af Paris Hilton. Síðan eru fréttirnar af Britney alltaf miklu líflegri.


mbl.is Britney og Kevin saman á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef verkefni handa henni.

Mér líst ágætlega á Hönnu Katrínu sem aðstoðarmann Guðlaugs Þórs. Ég hef reyndar smá verkefni handa henni, það er að taka aðeins til á sjúkrahúsinu í Keflavík og vil ég benda henni á heimasíðu sonar míns sem er langveikt barn og fær enga þjónustu frá þeirri stofnun, þrátt fyrir að eiga allan rétt á því.


mbl.is Hanna Katrín Friðriksson aðstoðarmaður heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara að bíða.

Ég var víst þarna á ferðinni um helgina.  Ætli ég verði ekki bara bíða og sjá hvort ég hafi verið einn af þessum 429.


mbl.is 429 teknir fyrir að keyra of hratt á Bústaðavegi um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teitur er heitur!

Voða eru KR-ingar þolinmóðir, hversu lengi ætla þeir að sætta sig við hæfileikalausan þjálfara. Ekki kvarta ég og nú er bara spurning hvort Teitur verður enn að þjálfa KR í fyrstu deildinni á næsta ári.


mbl.is KR enn án sigurs eftir 3:1 tap gegn ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegt starf.

Að vera dómari er orðið að einu hættulegasta starfi í heimi. Dómarar er barðir af áhorfendum og leikmönnum í hverri viku. Þess á milli eru þeir sakaðir um kynþáttahatur og að þiggja mútur. Af hverju eru heilbrigðir menn að gerast dómarar?


mbl.is Ráðist á dómara í sögulegum sigri Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður vikunnar -Ívar Ingimarsson.

Maður vikunnar er nýr liður hjá mér og sá sem er fyrstur til að verða þess heiðurs aðnjótandi er Ívar Ingimarsson leikmaður Reading og íslenska landsliðsins. Hann fær heiðurinn fyrir fimmta mark Svíana í landsleiknum í vikunni þar sem Marcus Allback skoraði eftir ótrúlegan klaufaskap Ívars.

ivar

Maður vikunnar: Ívar Ingimarsson.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband