Skammarleg vinnubrögð hjá KSÍ.

ksiStundum finnst manni eins og starfsfólk KSÍ sé ekki hæft til að vinna þau störf sem þau eiga að sjá um. Það ætti ekki að vera flókið mál að skoða leikskýrslur og setja þær rétt inn, en slík vinna virðist vera of flókin fyrir þau hjá KSÍ. Þetta eru ekki fyrstu afdrifaríku mistökin hjá KSÍ, hver man ekki eftir klúðrinu sem varð þegar KSÍ veitti leikmanni leikheimild þrátt fyrir að mega það ekki og þeir leystu klúðrið með því að fjölga liðum í deildinni svo hægt væri að ljúka málinu.

Það sorglega fyrir KSÍ í þessu máli er það þeir eru þekktir fyrir að refsa mönnum með leikbönnum og peningasektum ef þeir gera eitthvað sem er KSÍ ekki þóknanlegt. Hvaða refsing ætli starfsmaðurinn hjá KSÍ fái sem klúðraði málunum svona?


mbl.is Siim væntanlega í banni í lokaumferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1983 þá kom upp svipað mál hjá ÍBV- þá var klúðrið að leikmaður spilaði sem átti að vera í banni, svipað og Siim. ÍBV var dæmt tap og féll í 2 deild(þá) Eins og mig minnir að að þetta hafi verið ÍBV Fram. Þar dæmdi aganefnd ÍBV niður. Þætti gaman að sjá hvað gerist ef Keflavík kærir þennan leik.

Elli (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Friðrik B

Sammála þér Mummi. KSÍ alveg búið að gera í buxurnar varðandi þetta mál. Þeir hefðu þó aðeins geta bjargað sér út úr þessu með því að setja hann í bann strax, svo hann myndi ekki spila tvo síðustu leikina. En nei bannið skal taka gildi á hádegi á föstudaginn. Svolítið kjánalegt vinnubrögð hjá KSÍ.

Keflavík á að kæra þetta og láta reyna á þetta.

Friðrik B, 22.9.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Fegin er ég að boltinn hreyfir ekkert við mér! A.m.k. ekki fótboltinn!

Björg Árnadóttir, 22.9.2008 kl. 23:57

4 Smámynd: Mummi Guð

Ég var búinn að gleyma þessu atviki með ÍBV, en það hefur verið að rifjast upp. Var það ekki þannig að einn leikmaður ÍBV var úrskurðaður í leikbann og þá var reglan sú að það tilkynningarnar um leikbönn voru send í ábyrgðarpósti. Það var líka gert í því tilfelli, en réttur viðtakandi tók ekki við póstinum, heldur nágranni hans.

Réttur viðtakandi sagðist aldrei hafa séð póstinn og sagði þess vegna að leikmaðurinn væri löglegur, en KSÍ sagði að þeir gerðu allt rétt og þess vegna var það úrskurðað að ÍBV hafi telft fram ólöglegum leikmanni og þá voru reglurnar þær að ef lið telfdi fram ólögegum manni þá ber að vísa liðinu úr deildinni og það var gert. Í þessu tilfelli kom það ekki að sök þar sem ÍBV endaði í næstneðsta sæti deildarinnar og átti því að falla. En samt kom það að sök, þar sem leikurinn sem hinn ólöglegi maður spilaði var dæmdur ÍBV tapaður 3-0. Ef úrslitin hefðu verið látin standa þá hefði ÍBV haldið sæti sínu í deildinni og þá hefði Keflavík fallið.

Rikki, ég vil fá úr því skorið hver gerði þessi mistök, var það kannski einhver FH-ingur hjá KSÍ? og voru þetta þá engin mistök? Við verðum samt að láta þetta ekki trufla liðið fyrir lokahelgina.

Björg, stundum vildi ég að ég hefði ekki áhuga á fótbolta, en sú tilfinning er fljót að líða hjá. Eins og einn góður maður sagði, "fótbolti snýst ekki um líf og dauða, hann er miklu merkilegri en það.

Mummi Guð, 23.9.2008 kl. 08:11

5 Smámynd: Björg Árnadóttir

hehehehhehe...

Björg Árnadóttir, 23.9.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband