Sumarfríið búið!

Þá er sumarfríið mitt búið og ég er kominn í helgarfrí. Á reyndar að mæta í vinnu á mánudag eftir rúmlega mánaðar fjarveru. Ég á samt nokkra daga eftir af sumarfríinu sem ég ætla að geyma til betri tíma.

Ég kom heim í dag eftir vikudvöl í sumarbústað, hafði það stórfínt í bústaðinum. Ég fór líka í fyrra í þennan bústað og þá var Huginn Heiðar með okkur, honum þótti svo gaman að vera í heita pottinum og njóta afslöppunarinnar með okkur. Núna hugsuðum við til hans á meðan við vorum í bústaðinum og rifjuðum tímann í fyrra, en í gær voru 4 mánuðir síðan Huginn dó.

Það er erfitt að vera að ferðast mikið þegar maður á loðdýr (annað orð yfir kisur) og skilur dýrin eftir heima. Kisunum hundleiddist að vera einar heima (geta kisum hundleiðst?) og í dag áður en við komum heim þá tókst þeim að verða sér úti um smá félagsskap. Þannig er að við erum þjófavarnarkerfi heima hjá okkur sem er stillt þannig að kisur eiga ekki að geta komið því í gang, en kisunum tókst það samt í dag. Ég er nokkuð viss um að kisurnar hafa hoppað fyrir framan skynjarana og baðað út öllum loppum til að kveikja á kerfinu og þegar það tókst og öryggisvörður mætti á staðinn þá tóku kisurnar svo vel á móti honum og örugglega blikkað hann og strokið sig upp að honum, vegna þess að hann hringdi í okkur og spurði hvort hann mætti hleypa kisunum út, þeim langaði svo mikið út. Ég gat ekki annað en samþykkt það, sérstaklega þar sem ég var rétt ókominn heim og kisurnar höfðu ekkert fengið að fara út í 4 daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi hvað ég skil kisurnar ykkar vel, Kisan okkar hún Mjása eyðilagði dúk fyrir mér síðast þegar hún var lokuð inni, einnig náði hún að naga hluta af kaktus og var helmingurinn af honum á gólfinu þegar heim var komið, ýmislegt fékk að fjúka í gólfið á meðan innilokuninni stóð. Velkomin heim annars og vona að þið hafið haft það gott.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Klókar kistur sem þú átt! Velkominn aftur í daglega lífið og vona að þið hafið haft það verulega gott í fríinu.

Björg Árnadóttir, 26.7.2008 kl. 17:55

3 Smámynd: Mummi Guð

Takk fyrir það. Við höfðum það fínt í fríinu. Annars eru kisurnar búnar að vera eins og litlir kettlingar síðan við komum. Leika sér og kela út í eitt.

Mummi Guð, 26.7.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband