Lögreglan á að gera ökutækið/morðtækið upptækt.

Í vikunni féll dómur í Héraðsdómi Suðurlands yfir ökuníðing þar sem hann reyndi að stinga lögregluna af á bifhjólinu sínu eftir að hafa verið mældur á yfir 200 km hraða, en honum tókst ekki þar sem ofsaaksturinn lauk með hræðilegu slysi. Lögreglan á Selfossi gerði hjólið ökuníðingsins upptækt og féllst héraðsdómur á það. Þar sem komið er fordæmi því að gera ökutæki upptækt, þá á lögreglan í þessu tilfelli að gera slíkt það sama.

Þessi ökumaður sem var tekinn í dag hefur greinilega ekki þroska til að vera í umferðinni, hvað þá á slíku morðtæki. Þess vegna á lögreglan að gera ökutækið upptækt til að verndar öðrum í umferðinni.


mbl.is Mældur á 212 km hraða; reyndi að stinga af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að eftir svona ökulag eigi viðkomandi ekki að hafa rétt á að taka prófið upp. Jafnvel að dúsa smá tíma í fangaklefa.

Atli (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 22:41

2 identicon

Það er ekki spurning. Taka hjólið af svona fáráðum.

Það er svo óskaplega grátlegt hvað einn helvítis (afsakið orðbragðið) vitleysingur getur skaðað stóran hóp karla og kvenna svo sem bifhjólafólki. Ég man svo vel eftir orðum sem einn mótorhjólamaður hafði við fréttamann Ríkissjónvarpsins hér fyrir fáum árum: "Við getum alveg verið til friðs..... svona stundm" sagði hann þegar hann var spurður af því afhverju mótorhjólafólk keyrði oft svona hratt eins og raun ber vitni.  

Ég veit það að innan Sniglanna er lang stærsti hlutinn af meðlimum hinn prúðasti hópur á sínum hjólum og ber virðingu fyrir sjálfum sér og annara í umferðinni.

Vonandi myrðir næsti mótorhjólamaður, sem lendir í slysi, bara sig en ekki einhverja saklausa borgara í kring um sig. Það er engu líkara en að fólki sem hagar sér svona sé hjartanlega sama hvort það sé á lífi eða ekki.

Gestur (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 22:47

3 identicon

mikið svakalega er fólk fljótt að gleyma, og skálda bara i eyðurnar það sem það man ekki.

ÞEssi tiltekni hjólamaður sem þú segir að hafi sagt við fréttamann Ríkissjónvarpsins að "við getum alveg verið til friðs.... svona stundum" sagði með réttu, "Við getum alveg verið til friðs, svona einu sinni og einu sinni"... og hann sagði það í vídeótökuvél félaga síns, ekki í sjónvarpsmyndavél R'ikissjónvarpsins,,

Og til þín Mummi, mótorhjól er ekki morðtæki, ekki frekar en hnífarnir í eldhússkúffunum þínum,, myrti þessi aðili á Reykjanesbrautinni einhvern með hjólinu?  væri ekki alveg í lagi að róa sig örlítið á ofsanum mummi?

Og svo alveg í lokin, þá virðast aðilar eins og þú mummi, ekki nenna að lesa allar fréttirnar, greinilega svona "fyrirsagnalesari", tæki eru ekki gerð upptæk nema við ÍTREKUÐ brot,,  hafði nú hlutina á hreinu áður en þú ferð að opinbera fávisku þína.

amj (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 10:15

4 Smámynd: Björg Árnadóttir

Það er alveg rétt hjá þér Árni að farartæki eru ekki gerð upptæk nema við ítrekuð brot. Það er líka rétt hjá þér að það er nauðsynlegt að hafa staðreyndir á hreinu og hafa rétt eftir.

En það er líka alveg jafn rétt að sá sem ekur á svona ofsahraða ætti að gera eitthvað allt annað en að vera undir stýri. Þetta sýnir svo algeran skort á skynsemi að það hlýtur að leika mikill vafi á hæfileika og rétti viðkomandi til að vera í umferðinni með okkur hinum. Ef þetta væri eingöngu spurning um að viðkomandi leggði sjálfan sig í hættu þá fólk mín vegna aka svona. Vandinn er að þeir sem keyra svona svakalega leggja líka okkur hin í stórhættu - það er algerlega óásættanlegt!

Og bara svo það sé á hreinu að ég sé ekki bara einhver vesturbæjar-tuðkerling: Ég er sjálf vörubílstjóri og karlinn minn er Snigill svo ég tel mig hafa smá innsýn í akstur.

Björg Árnadóttir, 12.7.2008 kl. 11:59

5 Smámynd: Mummi Guð

Þegar ökutækjum er ekið á svona ofsahraða, þá eru þetta ekkert annað en morðtæki, alveg eins og hnífarnir í eldhússkúffunni. Þó mótorhjól, bílar og kjöthnífar séu ekki framleidd til að drepa, þá er hægt að drepa með þeim ef viljinn er fyrir hendi. Maður sem ekur á 212 km hraða hefur greinilega viljann.

arnij, mér þykir sorglegt að einhver eins og þú, sért tilbúinn að koma fram og verja svona ofsaakstur eins og þú ert að gera. Fyrir mér er þetta einfalt, maður sem keyrir um þjóðvegi landsins í mikilli umferð á 212 km hraða á ekki að vera í umferðinni og það ætti að gera ökutæki hans upptækt áður en hann limlestir eða dreour einhvern annan.

Mummi Guð, 12.7.2008 kl. 14:00

6 identicon

arnij er greinilega maður sem hefur keyrt á þessum hraða og hefur gaman af, þetta er leikur að dauðanum, þá segji ég: gerðu þetta einhverstaðar sem við hin erum ekki í kringum þig.

Mummi, sammála þér í öllu þessu máli. Viðkomandi á að fá lífstiðar bann á ökuréttindi líka.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 14:49

7 identicon

Ég get ekki séð eftir að hafa lesið færsluna þína Mummi, af hverju arnij er að kalla þig illum nöfnum. Þessi arnij hefur greinilega slæma samvisku og vill keyra eins og honum sýnist. Hann er greinilega fávitinn í þessari umræðu.

Grétar (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband