Dagur í kirkjugarðinum.

Í dag fórum við fjölskyldan saman í kirkjugarðinn að gera leiðið hans Hugins fallegt. Við höfum farið nánast daglega í kirkjugarðinn að skoða leiðið og tala aðeins við Hugin. Þrátt fyrir að mánuður sé síðan Huginn var jarðaður þá hafa blómin og kransarnir haldist ótrúlega vel. Á föstudaginn síðasta ákváðum við að nota daginn í dag til að hreinsa til á leiðinu hans Hugins og fegra það.

Natan, Ásdís, Guðjón og Sóley.

Vinnumennirnir: Natan, Ásdís, Guðjón og Sóley.

Við höfum hugsað mikið um hvernig við viljum hafa leiðið í framtíðinni en höfum ekki komist að neinni niðurstöðu, við höfum víst nægan tíma til að ákveða okkur. Við vorum samt búin að kaupa engla og kerti til að setja á leiðið og gerðum það í dag. Þetta var fínn dagur hjá fjölskyldunni, við áttum góðar stundir í kirkjugarðinum hjá Hugin Heiðari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Guðríður Haraldsdóttir, 1.5.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband