Ótrúlega leiðinlegt lag.

Bubbi og BjörnÉg verð að segja að ég hef sjaldan heyrt eins leiðinlega útgáfu af nokkru lagi, eins og útgáfu Bubba Morthens og Björns Jörundar á laginu Ég er kominn heim. Lagið kom fyrst út á plötu með íslenskum texta Jóns Sigurðssonar árið 1960 í flutningi Ómars Valdimarssonar og hafa margir tónlistarmenn tekið lagið að sér og oft með ágætum árangri.

Þegar ég heyrði lagið fyrst hjá Bubba og Birni, þá rifjaðist það upp fyrir mér þegar ég fór í réttir á Vatnsleysuströnd á áttunda áratug síðustu aldar. Nema það að mér fannst gaman í réttunum. En lagið minnti mig á réttirnar vegna þess að ég hef aldrei heyrt nokkrn mann jarma eins mikið í einu lagi og Bubbi og Björn gera í útgáfunni sinni.

Ég hef oft sagt það á blogginu að ég hef mikið álit á Bubba sem tónlistarmanni og ég hef það líka á Birni Jörundi, ég hef meira að segja töluvert álit á Birni sem persónu og finnst bráðskemmtilegt að hlusta á hann. En ég skil ekki hvað þessir tveir ágætu menn eru að pæla með því að gefa út þetta lag í þessari útgáfu, þeir eru hreinlega að nauðga gamalli perlu með þessu jarmi sínu.

Einn ólyginn maður sagði mér að Bubbi hafi kvartað yfir því við forsvarsmenn Rásar2 hvað lagið fengi litla spilun þar. Miðað við hvernig lagið er, þá finnst mér lagið alltof mikið spilað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég man ekki betur en að þetta sé erlent lag með Ísl. texta.

Bubbi var duglegur að jarma í bornin í bandinu að velja Íslenskt lag, ekki bara Íslenskan texta......

Svo gerir hann þetta í kjölfarið, magnaður kall hann Bubbi- B.U.B.I.!!!!

Þórður Helgi Þórðarson, 26.4.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Mummi Guð

Bubbi á það til að jarma dálítið, en í þessu lagi þá nær hann nýju lágmarki í jarmi. 

Þetta er erlent lag, en það kom fyrst út á Íslandi 1960 og þá með íslenskum texta.

Annars var þetta lag að koma líka út með Sigurði Guðmundssyni, sem er betur þekktur sem Siggi í Hjálmum. Það er stórgóð útgáfa, mun betri en hjá jarm-bræðrunum.

Þórður. B.u.b.i. er ekki þekktur fyrir samkvæmur sjálfum sér.

Mummi Guð, 26.4.2008 kl. 09:46

3 identicon

Bubbi er síjarmandi að það er í raun mjög hallærislegt þegar hann syngur þvílíkt er jarmið, en rétt að það er í lágmarki í þessu lagi, svo er það líka stórkostlegt hvað Bylgjan nauðgar þessu lagi daginn út og daginn inn. Björn Jörundur er one of a kind sem söngvari, ef hann væri að taka þátt í Idoli eða einhverju öðru, þá væri honum vísað úr keppni.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 17:12

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei nei ekki ,,einn ólyginn maður,, heldur ,, ólyginn maður,, reyndar heyrði ég það svona ,, það saggði mér ólyginn maður,, eða ,,það saggði mér maður sem aldrei lygur,,

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.4.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband