Ferðamannaparadísin St. Martin. En hver vill fljúga þangað?

StMartinSt. Martin er eyja í Karabískahafinu sem byggir nánast alla sína afkomu á ferðamönnum. Eyjan hefur verið tvískipt síðan 1648 þegar Hollendingar og Frakkar sömdu um að skipta eyjunni á milli sín. Eyjan er 87,2 ferkílómetrar og búa á henni 85.000 manns. Eyjan þykir ægifögur og frábær ferðamannaparadís, enda koma yfir ein milljón ferðamanna á hverju ári. Meðalhiti á St. Martin er 27 gráður. Hitinn getur farið niður í 17 gráður og fer sjaldan yfir 35 gráðurnar. Ekki þykir verra að fara að versla á eyjunni þar sem enginn skattur er lagður á vörur og eru merkjavörur á eyjunni allt að 40% ódýrari en í Bandaríkjunum.

Núna kemur að slæmu fréttunum. Í nóvember 2006 var opnaður nýr flugvöllur á St. Martin, Princess Juliana flugvöllurinn og er hann þekktur fyrir það hversu stutt flugbrautin er, en hún er einungis 2.130 metrar sem er eiginlega of stutt fyrir stórar flugvélar. Þess vegna er eyjan einna þekktust í dag fyrir glæfrarlegt aðflug og á hverjum degi fara fjöldinn allur af ferðamönnum á ströndina við flugbrautina til að fylgjast með flugvélum lenda. Ég setti inn myndband sem sýnir flugvél lenda á flugvellinum og spyr, hver vill fara til St. Martin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég skal taka sjensinn,bara ekki alveg strax kemur til fjárhagur og gengismál.

Nú er ég bara eins og aðrir Íslendindar að herða sultarólina og minnka kostnað,svo sennilega verður bara farið í bústað í sumar.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.4.2008 kl. 07:11

2 Smámynd: Fjóla Æ.

og hvenær erum við svo að fara á þennan undursamlega stað elskan?

Ég skoðaði nefnilega bara efri myndina

Fjóla Æ., 19.4.2008 kl. 08:11

3 Smámynd: Mummi Guð

Fjóla. Ég væri alveg til í að fara með þér til St. Martin. En ég myndi helst ekki vilja sitja við hliðina á þér í flugvélinni. Miðað við hvernig hendin á mér var eftir flugið til Londons, þá held ég að hendin væri enn verri eftir svona aðflug!

Mummi Guð, 19.4.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Fjóla Æ., 19.4.2008 kl. 15:44

5 Smámynd: Ragnheiður

Í alvörunni? Er þetta alvöru aðflug að vellinum ? JI...ég ætla ekki með

Ragnheiður , 19.4.2008 kl. 17:51

6 Smámynd: Fjóla Æ.

Ragnheiður ég sem treysti á það að þú myndir halda í hendina á mér í aðfluginu fyrst Mumminn minn treystir sér ekki til þess  ég skal halda í þína

Hef reyndar fulla trú á því að það sé hægt að finna góðan nuddara í þessari paradís

Fjóla Æ., 19.4.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband