Hefur þetta eitthvað með vatnið að gera?

Ætli það sé eitthvað í vatninu á Skagaströnd sem gerir fólk ofbeldisfyllra eða líklegra til að fremja afbrot en þá sem búa annarsstaðar. Í þessa litla þorpi þar sem íbúarnir eru eitthvað um 600 talsins hafa reglulega verið að berast fréttir af allskonar afbrotum. Um helgina var brotist inn í apótekið á Skagaströnd og stolið mikið af lyfjum, ekki er langt síðan brotist var í sama apótek og þá stóð starfsmaður apóteksins þjófinn að verki og var hann laminn með kúbeinið í höfuðið fyrir vikið. Ekki er langt síðan fréttir bárust af því að óprúttnir aðilar gerðu það að leik að sprengja ítrekað við hús lögreglumanns á staðnum og skemma eignir hans og svona mætti telja áfram.

Hallbjörn söng hér á árum áður um Kántríbæ, núna er spurning hvort hann þurfi ekki að semja nýjan texta um þorpið, sem er ekki eins saklaust og það var áður. 


mbl.is Lögregla veitti ökumanni eftirför á Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að svara þessari vangaveltu neitandi.. Vatnið sem ég drekk er fínt og ég er ekkert sérlega ofbeldishneigð ;) Það þarf því miður ekki marga einstaklinga til að valda miklum usla .... eins og við þekkjum sem búum í litlum bæjarfélögum...

..... og ekki myndi ég segja að það að brjótast inn hafi eitthvað með ofbeldi að gera ........ :)

Hugrún Sif (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Kiddi Blö

Það var ein af þöglu aðgerðum ríkisstjórnarinnar að gera Skagaströnd að svoddan fangelsi.  Þess vegna var nú Hugrún send þangað frá Blönduósi :)

Kiddi Blö, 17.3.2008 kl. 20:08

3 identicon

Bara fyndinn í kvöld Kiddi :)

Hugrún Sif (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:02

4 identicon

Passaðu þig að fara ekki að standa fyrir stríði á milli þessara Vinabæja

Mummi minn , mér sýnist hætta á ferðum. Kveðja frá tengdó 

Ingibjörg (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:55

5 identicon

Hafði reyndar ekkert með Skagstrendinga að gera í þetta sinn annað en að ökumaðurinn var á leið til Skagastrandar.  Fréttir herma að um Blöndósing hafi verið að ræða.

Skaggi (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:41

6 identicon

Hahaha .. dáldið langsótt að ætla að standa fyrir stríði á milli okkar Kidda þar sem við erum bæði Blönduósingar ;) En manni má nú samt þykja vænt um bæinn sem maður býr í og hafa skoðun á svona undarlegri vangaveltu sem ég þykist nú svo sem vita að var meiri grín en alvara ...

En einmitt dáldið fúlt að fréttaflutningur sé á þessa leið ef ekki var einu sinni um Skagstrending að ræða (sem ég hef reynar ekki hugmynd um)!!!

Hugrún Sif (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband