Flottar fréttir.

Það eru flottar fréttir að senda Litháísku glæpamennina til baka til Litháens. Enda finnst mér óeðlilegt að menn sem koma hingað til lands til að fremja sín afbrot, skuli vera verðlaunaðir með íslenskum fangelsum. Enda sagði fangelsisstjóri um daginn að afbrotamenn frá vissum löndum hafa engu að tapa þegar þeir fremjha afbrot. Ef þeir komast upp með það, þá er það hið besta mál fyrir þá. Ef þeir eru teknir og lenda í íslensku fangelsi, þá eru þeir í fínu húsnæði í ágætu fæði og í vinnu þar sem þeir hafa mun hærri laun en þeir myndu fá í heimalandinu.

Þessi regla hefur verið í lýði í fleirum löndum og það komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum að maður frá fyrrum Sovétlýðveldi sem hafði setið í sænsku fangelsi. Það stóð til að flytja hann til heimalands síns og til að þurfa ekki að fara í slíkt fangelsi, þá drap maðurinn samfanga sinn og losnaði þar með við framsal, þar sem menn með mjög alvarleg afbrot voru ekki framseldir. Maðurinn kaus frekar að sitja inn í sænsku fangelsi í 25 ár, heldur að sitja inni í sínu heimalandi í 5 ár.

Þá er bara næsta mál fyrir Björn að semja við fleiri lönd um framsal og legg ég til að Pólland verði næst í röðinni.


mbl.is Litháískir fangar til Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mjög gott mál.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.2.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Hingað til hafa Íslendingar verið þjóða harðastir í að krefjast framsals á sínum ríkisborgurum. (á meðan öðrum er sléttsama hvar þeirra menn afplána)

Danir hafa tekið þann pól í hæðina, að ef menn brjóta af sér annarsstaðar, þá sitja þeir af sér annarsstaðar.

Hver ætli kostnaður sé fyrir íslenska ríkið t.d. að fá þessa tvo íslendinga framselda, sem sitja í fangelsum í Brasilíu eða hvar sem er annarsstaðr ef útí það er farið ?

Er það ekki eðlilegt að menn sitji af sér þar sem brot er framið ? eða hvað ?

Litháen hefur hingað til verið með sömu stefnu og Danir (og reyndar flest allar þjóðir í heiminum) að menn sitji af sér, þar sem brot er framið (bæði sem refsingu og væntanlega vegna kostnaðar).

Hefurðu tölur um það hvað eru margir Pólverjar í fangelsum á Íslandi, dettur reyndar í hug að það sé ekki einn einasti. Allaveganna er það mín ágiskun.

En fegin er ég ef að Litháen vill taka á móti sínum mönnum.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 28.2.2008 kl. 17:24

3 Smámynd: Mummi Guð

Mér finnst að Ísland eigi ekki að fara fram á að fá íslenska afbrotamenn framselda frá öðrum löndum. Ef löndin þar sem mennirnir sitja inni fara fram á að senda þá til Íslands, þá eigum við að taka á móti þeim.  

Að lokum ég hef ekki hugmynd um hversu margir Pólverjar eru í íslenskum fangelsum.

Mummi Guð, 28.2.2008 kl. 17:37

4 identicon

Mér finnst þetta gott mál í alla í staði. Ingólfur, það var í dagblöðunum núna um daginn fjöldi þeirra útlendinga sem sætu í íslenskum fanelsum, og það er eins og mig minnir að það séu 2 pólverjar sem sitja inni. Hins vegar voru mjög margir Litháar og Lettar.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Mummi Guð

Einar. Ég er alveg sammála þér.

Mummi Guð, 28.2.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband