Enn eitt glataða sjónvarpskvöldið!

Mikið lifandi skelfing er helgardagskrá sjónvarpsstöðvanna alltaf léleg. Núna sit ég og horfi á Flight of the Phoenix, sem er sennilega skásti dagskrárliðurinn í kvöld ef undan er skilin Hrúturinn Hreinn. En ég þarf ekkert að horfa á hann á laugardagskvöldum núna þar sem ég fékk Hrútinn Hrein safnið í jólagjöf. Ég er farinn að halda að Moggabloggið standi fyrir þessari lélegu dagskrá svo fólk haldi sig á netinu og bloggar um lélega dagskrá eða önnur mál sem það hefur oft ekkert vit á!

Talandi um myndina Flight of the Phoenix, þessi mynd sem er núna í sjónvarpinu er mynd frá 2004 og er endurgerð af stórgóðri mynd frá árinu 1965 með James Stewart, Richard Attenborough, Peter Finch, George Kennedy og mörgum öðrum stórleikurum í aðalhlutverki. Ég sá frumgerðina fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum árum og hún lifir svo vel í minningunni að mér finnst þessi endurgerð ekki vera sambærileg, þó hún sé ágæt.

Ég hef ekki skilið almennilega af hverju það er alltaf að vera að endurgera bíómyndir, ég man ekki eftir neinni mynd í svipinn sem er betri í endurgerðinni en upprunalega myndin og hægt er að nefna margar myndir sem hafa verið endurgerðar, eins og Psycho, Taxi, Lolita, Planet Of Apes, Hodet Over Vannet, Invision of Body Snatchers sem hefur verið endurgerð tvisvar og fjölmargar aðrar myndir sem allar eiga það sameiginlegt að vera verri en frumgerðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verslaðu disk hjá Eico kostar ca kr 25.000. Þá færðu fullt af fríum stöðvum frábærar bíóbmyndir og f. allt frítt.

Sólþóra (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég horfði bara á zone realty...það var ágætt og svo púslaði ég...svo geispaði ég...nei nú eru smáatriðin farin að flækjast fyrir hehe...

Annars er þetta lenska með laugardagskvöldin, það er eins og búist sé við að allir séu fullur oní bæ ?!

Ragnheiður , 13.1.2008 kl. 03:06

3 identicon

 Mummi ég er sammála þér um dagskrána um helgar í sjónvarpinu. Þessvegna hefur flakkarinn oft komið í góðar þarfir hjá mér, þar sem að ég er ekki með Moggabloggssíðu.

Njáll (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 10:48

4 Smámynd: Mummi Guð

Það kemur að því að ég versla mér móttökudisk, en hann er ekki i forgangi hjá mér akkúrat núna.

Sammála Ragga. Það eins og þeir hjá sjónvarpsstöðvunum haldi að allir séu bissí um helgar við að drekka og slást. Það sem meira er að það er ekkert í stöðvunum fyrir neinn á heimilinu. Síðan á miðvikudögum er heimilið í háalofti. Konan vill horfa á Greys Anatomy og ég og strákarnir viljum horfa á meistaradeildina. Af hverju var Stöð2 að flytja Greys Anatomy af mánudagskvöldum þar sem konan fékk að horfa á þáttinn í friði og yfir á ófriðinn á miðvikudögum!

Ég er að ná tökum á flakkaranum mínum. Er ekki bara ráð hjá þér að stofna Moggablogg og þá getur þú tuðað yfir öllu og allir vita í hvernig skapi þú ert! -Ég sé það núna að kannski ætti ég að hætta með síðuna!

Mummi Guð, 13.1.2008 kl. 11:11

5 identicon

Mummi þú getur a.m.k. þakkað verkfalli handritshöfunda í Hollywood það, að það koma ekki nýir þættir af Greys Anatomy  í bili á stöð 2, en á móti kemur að meistaradeildin byrjar ekki aftur fyrr en eftir rúman mánuð.

Æji ég veit ekki hvort ég nenni að stofna Moggablogg til að fara að tuða yfir öllu, ég tuða bara frekar á commentin hjá þér þess vegna mátt þú ekki hætta með síðuna

Njáll (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 12:55

6 Smámynd: Mummi Guð

Njáll. Ég þarf ekki að þakka handritshöfundunum Í Hollywood að Greys Anatomy og meistaradeildin skarast ekki á næstunni, það er frekar Fjóla sem ætti að þakka fyrir það.

Ég skal ekki hætta með þessa síðu á næstunni, ég get ekki hugsað mér að velta tuðinu þínu yfir á konuna þína og láta hana þjást!

Mummi Guð, 13.1.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband