Ég var nokkuð sannspár.

Ég var að sýna enn einu sinni hversu sannspár ég er, en ég spáði Margréti Láru titillinn. Ég spáði að handboltamaður myndi lenda í öðru sæti, en hafði ekki réttan handboltamann. Ég sagði að Birgir Leifur myndi hafna í þriðja sæti en hann endaði í fimmta sæti. Ragna sem ég spáði í fjórða sæti hafnaði í þriðja sæti.

Það eina sem ég klikkaði á var að ég spáði Eiði Smára á topp 5 listann, en það var Jón Arnór sem var fimmti maðurinn á listanum, en hann endaði í fjórða sæti.

Spá mín og rökstuðingur minn fyrir valinu:

1. sæti. Margrét Lára Viðarsdóttir. Hún verður valin af því að svo margir vorkenna henni eftir að hún var ekki valin best á Íslandsmótinu í haust og það uppistand sem varð í kringum það val er ástæða þess að hún fær titillinn í kvöld.

2. sæti. Guðjón Valur Sigurðsson. Það er alltaf handboltamaður á meðal tveggja efstu og ég held að Guðjón Valur sé líklegur til að fá flest atkvæði handboltamannanna.

3. sæti. Birgir Leifur Hafþórsson. Hann endar í þriðja sæti vegna þess að hann hefur verið duglegur að auglýsa sig og sinn "góða" árangur, þó flestar fréttirnar hafa verið um að hann hafi næstum því komist á aðalkeppnina þá tryggir öflugur fréttaflutningur honum 3ja sætið.

4. sæti. Ragna Ingólfsdóttir. Það verður allt brjálað ef bara ein kona verður á topp 5 listanum. Ragna er líklegust til að verða hin konan.

5. sæti. Eiður Smári Guðjohnsen. Hann fær 5 sætið vegna þess að hann er hjá Barcelona og æfir fótbolta með svo góðum mönnum. Það skiptir litlu þó hann sé varamaður.


mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þú ert lúnkinn í þessu Mummi það verður ekki af þér tekið.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.12.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Mummi Guð

Já, ég er nokkuð lúnkinn í þessu, ég er eiginlega hættur að koma mér á óvart.

Mummi Guð, 29.12.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband