Maður á ekki að pirra sig á smáhlutum.

Í síðust bloggfærslu minni var ég að blogga um hluti sem hafa verið að pirra mig. En síðan þá ég enn einu sinni lært að maður eigi ekki að pirra sig á smáhlutum. Þegar ég bloggaði færsluna þá var Huginn Heiðar smá slappur en síðan þá hefur heilsu hans hrakað mikið og núna er hann mikið veikur og inniliggjandi á Hágæsludeildinni á Barnaspítala Hringsins. Hann er samt allur að koma til eftir mjög erfiða daga.

Ég og Fjóla vorum búin að skipuleggja þessa helgi vel og ætluðum að eyða helginni tvö saman í sumarbústað, Huginn ætlaði að vera í Rjóðrinu og hin börnin á vísum stað. Vorum við búin að hlakka mikið til þessarar helgar, þetta var í eitt af fyrstu skiptunum sem reynum að skipuleggja eitthvað með fyrirvara og það endaði með því að við erum heima núna, nýkomin af spítalanum og þurfum að fara á spítalann aftur snemma í fyrramálið. Við þurfum að eyða kvöldinu heima og borða snakkið sem við ætluðum að hafa í bústaðinum.

Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir hvernig það er að eiga langveikt barn og þurfa að vera undir öðrum komin með að fá smá frí. Það var einn sem sagði við mig að ég ætti ekki að vera hugsa mikið um þessa bústaðaferð, við gætum alltaf komist í sumarbústað. En það er ekki svona einfalt. Næsta helgarfrí þar sem við gætum hugsanlega komist í bústað er í fyrsta lagi í mars á næsta ári. En auðvitað skiptir Huginn Heiðar aðalmáli í þessu og vonandi nær hann sér sem fyrst, en þetta er dálítið svekkjandi þar sem þetta er eiginlega í fyrsta sinn síðan í febrúar að Hugin verði misdægurt.

Munið bara að pirra ykkur ekki á smáhlutum.

Huginn í Hágæslu

Huginn á Hágæsludeildinni í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: .

Rétt hjá þér Mummin minn góður,  það eru ekki smáhlutirnir sem máli skipta. Vona að hetjan ykkar stóra/litla standi sig nú sem fyrr, kveðjur að norðan frá ömmu Höllu.

., 1.12.2007 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband