Verður þá aftur hægt að kaupa kaldan bjór í Austurstræti?

Þetta eru stórar fréttir og koma manni verulega á óvart, þó samt ekki. Ljóst er að stjórnendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa stórskaðað flokkinn með mörgum umdeildum málum. Núna síðast með máli REI og Orkuveitu Reykjavíkur, áður voru mál eins og bjórkælirinn, spilakassamálið og að sjálfsögðu hin svokallaða klámráðstefna, sem var engin ráðstefna. Ljóst er að Vilhjálmur á ekki marga vini í Sjálfstæðisflokknum þar sem hann virðist hafa klúðrað stjórnarmeirihlutanum upp á sitt einsdæmi.

Síðan er spurning hvað verður um Björn Inga, eða Gomer Pyle eins og honum er stundum líkt við. Er hann að fara yfir um eins og Gomer Pyle gerði í Full Metal Jacket sem endaði síðan með því að hann drap yfirmann sinn og framdi síðan sjálfsmorð. Björn Ingi framdi í dag pólitískt morð á yfirmanni sínum Vilhjálmi borgarstjóra og núna er spurningin hvort þetta sé líka pólitískt sjálfsmorð hjá Birni.


mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld Mummi, snild!

Fær prik fyrir þetta comment frá mér og mínum.

kv, Mr.T

Mr.T (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 15:36

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Maður er svona að vona það.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.10.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband