Vondir vinnuveitendur.

Ég tek það skýrt fram að ég veit ekki hvort það sem ég ætla að segja eigi við þessa frétt, en þessi frétt rifjar upp fullt af sögum af lélegum vinnuveitendum.

Þannig er það oft að vinnuveitandinn sem á bílinn neitar að lagfæra hann, vill ekki láta skoða hann eða jafnvel neitar að kaupa dekk undir hann þegar bíllinn er gatslitnum dekkjum. Ef starfsmaðurinn fer fram á lagfæringar þá honum sagt að þegja og skipta sér ekki af þessu, ef hann vill ekki keyra bílinn þá er alltaf hægt að finna annan starfsmann. Ég veit dæmi um að bílstjóri sem keyrir um 50 tonna bíl lenti í svona stríði við yfirmann sinn vegna þess að yfirmaðurinn vildi ekki kaupa ný dekk undir bílinn. Síðan eru þessir vinnubílar stórhættulegir í umferðinni, oft eru þeir bílar sem verst er hugsað um vinnubílar og þegar eitthvað gerist þá er ökumaðurinn ábyrgur fyrir lélegu ástandi bílsins.


mbl.is Bremsur gáfu sig á óskoðuðum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dáist að þér Hrafnkell fyrir þetta. Hins vegar er spurning hvort atvinnubílar eigi ekki að fara 2svar á ári í skoðun í stað 1 sinni á ári.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 20:57

2 Smámynd: Mummi Guð

Mér finnst það ekki sanngjarnt að vinnubílar þurfi fara oftar í skoðun vegna þess að þá væri verið að refsa þeim vinnuveitendum sem hugsa um bílana. Ég keyri mikið fyrirtækisbíl og vinnuveitandi minn hugsar vel um bílana sína. Mér finnst ósanngjarnt gagnvart honum ef hann þarf að fara með sinn í bíl skoðun vegna þess að aðrir eru trassar.

Aftur á móti þarf að gera eitthvað til að vinnuveitandinn beri ábyrgð á bílnum, en ekki bara bílstjórinn.

Mummi Guð, 25.7.2007 kl. 21:03

3 identicon

Góður punktur Magga með skoðanirnar.  Sanngjarnt eða ósanngjarnt veit ég ekki.  Nú er það misjafnt eftir bílum hversu mikið þeim er ekið á einu ári.  Er ekki miðað við að meðal fjölskyldubíl sé ekið 15-20 þús. km. á ári og þarf að fara í skoðun árlega þ.e.a.s. eftir að nýjabrumið er farið af honum.  Hvað með bíl sem er ekið 70-100 þús. km á ári eða meira eins og þekkist á m.a. á atvinnutækjum?  Er nokkuð óeðlilegt að fylgst sé meira með slíkum tækjum?

Birkir (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:23

4 identicon

og hver á að framfylgja því að þessir bílar fari oftar í skoðun? ekki gerir lögreglan það, það eru þúsundir óskoðaðra bíla í umferðinni í dag, og ekkert er gert í því!

Elís (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:15

5 identicon

Minn maður lenti nú einu sinni í því hjá fyrrum vinnuveitanda að velja um hvort að það yrði gert við bílinn sem hann var á eða að hann fengi launin sín borguð!!

Berglind (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband