Raunveruleikaþættir.

Ég er búinn að vera að hugsa um alla þessa raunveruleikaþætti sem er verið að sýna í sjónvarpinu. Ég get varla kveikt á sjónvarpinu nema að það séu raunveruleikaþættir og þá skiptir ekki máli hvort þeir heita, Survivor, American Idol, America's Next Top Model, Bachelor, Bachelorette, Beauty and the Geek, Rockstar, So You Think You Can Dance, On the Lot, Pirate Master, X-Factor og America's Got Talent og ég gæti haldið svona lengi áfram. Mér finnst þessir þættir ótrúlega slakir, ég verð samt að viðurkenna að ég fylgdist með tveim af þrem fyrstu seríunum af Survivor og ég fylgdist með einni seríu af American Idol, þeirri sem feiti svertinginn vann. En ég gerði mér fljótlega grein fyrir hversu lélegir þessir þættir eru.

Auðvitað tóku Íslendingar sig til og fóru að apa eftir Kananum og fóru að framleiða raunveruleikaþætti með mjög misjöfnum árangri. Skástu þættirnir að mínu mati voru Idol og X-factor, sennilega vegna þess að þar var ungt íslenskt (og nokkrir útlendingar) fólk að reyna sig í að syngja og komast þannig áfram. Munurinn á að horfa á íslensku þættina og þá erlendu er sá að oftast kannaðist ég við nokkra keppendur í íslensku þáttunum, þau voru ýmist nágrannar mínir, ég kannaðsit við systkini þeirra eða foreldra. Verstu íslensku þættirnir eru Leitin að strákunum sem voru afspyrnu illa gerðir og hafði ég á tilfinningunni að  hver þáttur væri gerður án þess að vitað væri hvernig sá næsti yrði gerður. Síðan er þátturinn sem gerðist á bátnum við Grikkland (eða var það Tyrkland) mjög slæmur þáttur en það var örugglega gaman að vera þátttakandi í þættinum, þessi þáttur var eins og heimagert video eftir góða sólarlandadjammferð. En hann átti ekkert erindi til annarra en þeirra sem voru í ferðinni. Síðast en ekki síst verð ég að nefna Íslenska Bachelorinn, það sem gerði þann þátt svona lélegan var það hversu slakur piparsveinn var valinn og fannst mér það ansi sorglegt að hvað eftir annað skyldi hann fá höfnun frá dömunum þegar hann ætlaði að gefa þeim rós.

Ég verð þó að viðurkenna að ég hef gaman af einum raunveruleikaþætti, það er þátturinn hans Donald Trump, The Apprentice. Annar þáttur sem ég hef lúmskt gaman að horfa á er America's Next Top Model, er það ekki vegna þess að það séu góðir þættir heldur aðallega vegna þess hversu keppendurnir eru miklar tíkur. Þær eru að baktala hvor aðra út í eitt, rífast og eru virkilega vondar og ljótar út í hvorar aðra. Þær eru mannvonskan holdi klædd. Í þeim þáttum eru fallegar konur að keppa sín á milli og sanna það svo heldur betur máltækið, að fegurðin kemur að innan.

Ég vona að sjónvarpsstöðvarnar fari að hætta að kaupa þennan raunveruleikaóþverra inn og fari að einbeita sér að betra efni, en ef stöðvarnar vilja endilega halda áfram að sýna þessa þætti í Guðanna bænum hættið að sýna þá á besta tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sammála þér Mummi minn.Ég gerði bara eitt í stöðunni sem hjálpaði mér mikið og það var að eftir að ég skildi,þá tók ég ekki inn stöð 2 heldur fékk mér dæmið hjá símanum og valdi síðan auðvitað bara enska boltann og ekkert annað.

Ég er að vísu að flytja fljótlega og ætli ég bara kaupi ekki stöðvar inn eins og History og discovery channel ásamt íþróttum og þá auðvitað horfi ég ekkert á þetta rusl.

Ég hætti Mummi fyrir löngu að næra heila minn á rusli og kaupi ekki vikuna séð og heyrt og öll þessi blöð sem innihalda ekkert nema skít,í dag kaupi ég að mestu Sagan öll Lifandi Vísindi og eitthvað í þeim dúr og fyrir vikið aldrei liðið betur.

Ég nefninlega trúi því að það sem þú nærir þig á bæði varðandi fæði og lesefni ásamt því sem þú horfir og hlustar á mun auðvitað síast inn í vitundina og brengla vitundina eða hreinsa nóg um það.

Ég hef gaman af þínu bloggi Mummi og þakka þér hlý orð í minn garð gangi þér allt í haginn og bestu kveðjur til þinna þinn vinur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 8.7.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband